Li|iana on Ice: Stöööð! (2.9.'04)

« Home | Allt eitt stórt samsæri (30.8.'04) » | Sunnudagur (29.8.'04) » | Skólalíf (26.8.'04) » | Fyrsti skóladagur (23.8.'04) » | Skólalíf (16.8.'04) » | Sveitt og brennd (13.8.'04) » | Jjibbíkæjeij moððefokker! (5.8.'04) » | Today, today! (4.8.'04) » | Gays rule! (2.8.'04) » | 3 DAGAR!! (1.8.'04) » 

fimmtudagur, september 02, 2004 

Stöööð! (2.9.'04)

Fimmdudagar eru góðir dagar. Bara skemmtilegir tímar í skólanum, laaangt hlé frá hálftíu til hálftvö, stutt í föstudaginn með aðeins tveim skemmtilegum tímum, kvöldið brill í imbanum, og ekki mikið að læra út af því að - jú, bara tveir léttir og skemmtilegir tímar á föstudögum... Helgin alveg að bresta á og þó nokkuð léttara yfir manni en á mánudögum.
Dagurinn í dag er reyndar ekki alveg eins skemmtilegur og hann gæti verið, ég er að tapa mér í stressi yfir þessu frístundaheimilisdæmi hjá honum Atla mínum, ég er ekki alveg að sjá fyrir mér hvernig ég á að redda þessu þangað til hann kemst að, en ég nenni ekki að fara í fýlu yfir því og kalla það barasta seinni tíma (næstu viku) vandamál.

Á sunnudaginn er bara vika þangað til kallinn kemur heim í síðasta sinn! Múhahaha... meina ekki í síðasta síðasta sinn eins og hann eigi bara aldrei eftir að koma heim aftur, neeeei, heldur síðasta sinn sem hann kemur heim af sjónum og þá þarf ég aldrei aftur að vera stúlkan sem starir á hafið grátklökk og einmana, kynsvelt og súr. Vegna þess að kallinn verður jú alltaf heima. Það væri nær lagi að segja að ég muni verða stúlkan sem reynir að henda honum í sjóinn eftir einhvern tíma...

Kolbrún er komin í kór, ég er ekki lítið öfundsjúk út í hana og langar að skella mér líka. En ætli ég bíði ekki með þannig ákvarðanatöku þangað til kallinn er kominn heim og farinn að fara í taugarnar á mér. Þá gæti verið gott að eiga eitt kvöld í viku þar sem maður getur sloppið soldið út og ekki spillir það fyrir að maður gæti kannski fengið að gaula svolítið í hópi hrukkudýra.