Li|iana on Ice: Skólalíf (26.8.'04)

« Home | Fyrsti skóladagur (23.8.'04) » | Skólalíf (16.8.'04) » | Sveitt og brennd (13.8.'04) » | Jjibbíkæjeij moððefokker! (5.8.'04) » | Today, today! (4.8.'04) » | Gays rule! (2.8.'04) » | 3 DAGAR!! (1.8.'04) » | 28. júlí (28.7'04) » | Stutt stopp (22.7.'04) » | Ýlda! (20.7.'04) » 

föstudagur, ágúst 27, 2004 

Skólalíf (26.8.'04)

Jamm, skólinn byrjaður á öllum vígstöðvum og ég ætla barasta að tileinka mér þá miklu speki að fall sé fararheill.

Þetta hefur nú gengið nokkuð áfallalaust hjá mér, en því miður get ég ekki sagt sömu sögu um guttalinginn litla. Sagan hingað til:

Dagur 1:

Drengur misskilur eitthvað lögmálið um það að vökvi hellist niður úr brúsa ef lok er ekki fastskrúfað á og brúsa hent ofan í skólatösku. Taska verður því rennvot af appelsínusafa og þarf að ganga í gegnum hreinsun. (Til allrar hamingju var þetta jú bara fyrsti dagurinn og því engin skólagögn í töskunni, aðeins umræddur brúsi og nestisbox)
Jakki gleymist.

Dagur 2:

Drengur misskilur eitthvað lögmálið um það að föt verða blaut ef hoppað er í pollum og tilhlýðilegur hlífðarfatnaður ekki brúkaður. Afleiðing: Drengur fær lánaðar buxur af 7 árum eldra barni sem best myndu sóma sér sem fallhlíf fyrir umræddan dreng. Drengur fær einnig ljáða sokka (í réttri stærð)
Drengur reynir að æfa sundtök í polli og verður rennvotur.
Drengur notar skófatnað sem ílát fyrir rigningarvatn og skófatnaður rennblotnar.
Drengur neitar að ganga heim í rennblautum skófatnaði og gengur því heim á sokkaleistunum.
Drengur misskilur hugmynd um að taka með sér heim möppu úr skólanum og stingur sinni möppu í tösku annars barns og kemur möppulaus heim.
Flíspeysa, regnjakki og húfa gleymast.

Dagur 3:

Gengur nokkuð hnökralaust fyrir sig.
Mappa, flíspeysa, regnjakki og húfa koma heim, jakki enn í skóla.

Já, þetta fer allt saman bara vel af stað, finnst ykkur ekki?