Li|iana on Ice: Sveitt og brennd (13.8.'04)

« Home | Jjibbíkæjeij moððefokker! (5.8.'04) » | Today, today! (4.8.'04) » | Gays rule! (2.8.'04) » | 3 DAGAR!! (1.8.'04) » | 28. júlí (28.7'04) » | Stutt stopp (22.7.'04) » | Ýlda! (20.7.'04) » | Helgarfíaskó (19.7.'04) » | Helgi helgi helgi (16.7.'04) » | BI-ATSCH! (14.7.'04) » 

föstudagur, ágúst 13, 2004 

Sveitt og brennd (13.8.'04)

Ég ætla að vera frumleg og tala ekki um veðurblíðuna. Það er búið að tala alveg nóg um þetta madness svo ég ætla bara að sleppa því. Þar fyrir utan hef ég engu vitsmunalegu við að bæta, því ég er hvorki veðurfræðingur, afdankað gamalmenni sem man lengra en elstu menn muna né frík sem trúir því að mig dreymi fyrir veðri eða kunni að lesa í kúahland!

Karlinum tókst að komast til mín stóráfallalaust og það sem meira er, það kann vel að vera að ég losni barasta ekkert við hann aftur! Hann nefnilega náði sér bara í vinnu, kallinn, svo nú sit ég víst uppi með hann! Þetta verður fínt, nú getur maður kannski farið að lifa „eðlilegu“ fjölskyldulífi. Það hefur óneitanlega verið furðulegt hingað til. En nú stendur þetta semsagt til bóta og maður er bara kátur með það.
Ég er nú mest hrædd um að barnahljóðið í honum verði háværara núna þegar hann er alltaf heima. Það er alveg með ólíkindum að svona annars heilbrigður maður getur farið að nötra af barnalöngun! Ég skelli skuldinni alfarið á Sæunni, hún var svo sæt með kúluna sína og enn sætari að sjálfsögðu með krilla litla. Hann er náttúrulega bara fullkominn í alla staði og kannski ekki skrýtið að það klingi svolítið í manni við að góna á hann.
Þannig að Sæunn mín, þú skalt vita það að ef honum tekst að sannfæra mig þá er það allt þér að kenna (þakka) og þú skalt fá að passa!