Li|iana on Ice: BI-ATSCH! (14.7.'04)

« Home | Komin heim! (11.7.'04) » | Föstudagurinn langi (9.7.'04) » | Ég er fífl! (7.7.'04) » | Mee e e e e e (7.7.'04) » | Veiðidagur (7.7.'04) » | Hvar er sólin? (6.7.'04) » | Dagur 1 (5.7.'04) » | Bubblehead (4.7.'04) » | Öllu má nú nafn gefa! (4.7.'04) » | Verðandi afmælisgjafir (3.7.'04) » 

miðvikudagur, júlí 14, 2004 

BI-ATSCH! (14.7.'04)

Ég er hræðileg manneskja. Ég á aðeins örlítið eftir í það að geta kallast sori mannkyns.

Ok, þá er niðurrif dagsins búið, ekkert sem jafnast á við smá svona sárindi í morgun-sárið.

Nú hef ég ákveðið að leggja í það að gleðja mína fjölmörgu aðdáendur og pikka hérna inn eilífa orðaflauminn úr hausnum á mér. Verst að ég svaf eitthvað illa og boðleiðirnar úr heila út í fingurgóma eru eitthvað lúnar, svo þetta er að taka ágætis tíma. En ég hef svo sem allan daginn til að klára stílinn, svo þetta SKAL takast!

Víkingahátíðin var fín, fyrir utan hið augljósa (sem enginn sem þekkir mig ætti að þurfa að velta vöngum yfir), að það mígrigndi og var leiðinda rok og kuldi á aðaldeginum! Að sjálfsögðu var veðrið frábært á föstudeginum og sunnudeginum, en laugardagurinn var ískaldur og lásí. En ég er sem betur fer farin að þekkja inn á þessa neikvæðu orku mína sem dregur að sér óveður í hvert sinn sem eitthvað stórfenglega skemmtilegt stendur til, svo ég mætti undirbúin á svæðið með ullarpeysur, regn- og vindgalla, stígvél og fullt af pokum til að troða inn í þau stígvélin sem leka! Sólarvörnina og sólgleraugun skildi ég að sjálfsögðu eftir heima, þrátt fyrir að við lögðum af stað í brakandi djöfuls blíðu. Ég vissi að ég kæmi ekki til með að þurfa á draslinu að halda (sem reyndist rétt) og leyfði því þess vegna bara að liggja í skúffu hérna heima.

Stráksi minn skemmti sér að sjálfsögðu allt of vel og gekk berserksgang allan daginn (ekki ýkjur, hann stoppaði ekki einu sinni til að míga), nokkuð sem gerði það að verkum að hann bað um að fá að fara að sofa snemma á laugardagskvöldið. Honum var því skutlað heim til ömmu og afa og gat þá gleðskapurinn hafist fyrir alvöru! Hann stóð til um hálffimm um nóttina og fór að ég held bara vel fram í flesta staði. Það setti þó strik í reikninginn að aðalspíran í hljómsveitinni sem þarna spilaði undir bjórdrykkjunni hneig niður meðvitundarlaus allt of snemma og þurfti að fara í bæinn með sjúkrabíl. Þó held ég að megnið af mannskapnum þarna hafi vart tekið eftir því sökum ölvunar, svo sjóið gekk áfram.
Mér tókst að standa við markmiðið, að drekka mig ekki augafulla og voru það því aðeins fjórir bjórar sem liðu niður í mig þetta kvöld og ég vaknaði þess vegna hress og kát á sunnudaginn og byrjaði að taka saman. Maðurinn minn var ekki jafn heppin. -Segi ekki meir.

Nú er ég orðin grasekkja eina ferðina enn, kallinn flaug til Noregs í morgun að vinna og ég sé fram á 3 vikur í afslappelsi og næsheitum... úbbs, nei, ég meina sorg og gráti og gnístran tanna!! Hann kemur aftur 4. ágúst, rétt sleppur sem sagt við að eyða með mér verslunarmannahelginni, sem er ágætt, því ég held ekki að ég eigi eftir að gera neitt sérstaklega spennandi. Það þýðir jafnframt að í ár mun enn einn afmælisdagurinn hans renna upp sem ég get ekki verið með honum! *snufs*
Þetta er nú ekki einleikið, við erum búin að vera saman í tæp fjögur ár og ekki einu sinni hef ég getað dekrað við kallinn á afmælinu hans!

En sko mig, mér tókst að pikka heilan helling eftir allt saman! Nú ætla ég að vera dugleg og þvo hellingz af þvotti og taka hellingz til!