Li|iana on Ice: Hvar er sólin? (6.7.'04)

« Home | Dagur 1 (5.7.'04) » | Bubblehead (4.7.'04) » | Öllu má nú nafn gefa! (4.7.'04) » | Verðandi afmælisgjafir (3.7.'04) » | Fer hann frá mér? (3.6.'04) » | ÉG ER EKKI ALKI!! (2.7.'04) » | Af hverju? » | Maður er lúsugur (2.7.'04) » | Aftur orðin siðmenntuð (1.7.'04) » | Bergmál! » 

þriðjudagur, júlí 06, 2004 

Hvar er sólin? (6.7.'04)

Var ekki búið að lofa manni sólskini í dag líka? Ha? Hvað á þetta að þýða eiginlega? Ég sem treysti á það að sólin myndi brosa sínu blíðasta í dag og var því ekkert að stökkva á hana í gær! Best að ég fari bara að læra að vera almennilegur Íslendingur og nota þessar fágætu stundir ÞEGAR þær standa yfir en treysta ekki á einhverjar kolóáreiðanlegar spár hjá þessum (ó)veðurfréttamönnum!

Ég var að spá í að vera dugleg í dag...svo rann af mér geðveilan og ég fattaði hvað ég var að gera sjálfri mér með þessum þankagangi, bölvuð vitleysa, hvað var ég að spá! Muna að setja sér RAUNHÆF markmið, dúllan mín!!

Það má nú samt kannski segja að ég hafi verið dugleg, því ég fór jú á fætur þrátt fyrir að nenna því ekki, klæddi guttaling á leikskólann þrátt fyrir að nenna því ekki, fór á námskeið algerlega án þess að nenna því OG keypti mjólk í kaffið mitt án þess að nenna því. -Það kom nú reyndar bara af illri nauðsyn, því ég get ómögulega drukkið kaffið mitt mjólkurlaust!
Vinsamlegast hafið það í huga þegar þið bjóðið mér næst í kaffi! -Hvenær verður það annars? Ég er óþolandi ein...

Nú fer að styttast í Eiríksstaðahátíð og þangað verður sko haldið með sverð, skildi, víkingahjálma, drykkjarhorn og mjöð! Jú, og nokkrar lambasneiðar til að rífa í sig (helst hráar til að viðhalda villimennskunni temmilega vel) með guðsgöfflunum ef siðameistarinn (mamma) leyfir. Tjald og svefnfeldi verður maður víst að hafa til reiðu sömuleiðis til að allt fari nú ekki í skrall. En mjöðurinn er það sem ekki má gleymast. Sverð og skildi má verða sér úti um á staðnum, maður heggur bara mann og annan í herðar niður með grillspjóti frá einum af þeim óvillimannslegu, stelur vopnum þess sem fallið hefur í valinn fyrir spjótinu og málið er leyst! Og ef mjöðurinn reynist góður þá þarf maður enga svefnfeldi eða glóðaðar lambasneiðar til að viðhalda gleðinni.
En ég vil hafa þolanlegt veður, það er skilyrði! Ég er ekki tilbúin að ganga svo langt í villimennskunni að ég nenni að húka nötrandi af kulda undir blautu rolluhræi nagandi af því löppina. Svoleiðis skal aðeins líðast á Þjóðhátíð! Eða í Eyjafirði.
Blessaðir veðurguðirnir hafa nú ekki horft með mikilli velþóknun á Eiríksstaði í Haukadal í Dölum frá því að fyrst var blásið til þessarar hátíðar fyrir að mig minnir fjórum árum síðan. Svo ég skora hér með á Þór að halda sig allra náðarsamlegast heima í Þrúðvangi með sínar þrumur, eldingar og tilheyrandi rigningu og rok!!
Bið ég þá heldur Frey að mæta á svæðið með ti**ann sinn og blessa samkomuna!!!