Li|iana on Ice: Verðandi afmælisgjafir (3.7.'04)

« Home | Fer hann frá mér? (3.6.'04) » | ÉG ER EKKI ALKI!! (2.7.'04) » | Af hverju? » | Maður er lúsugur (2.7.'04) » | Aftur orðin siðmenntuð (1.7.'04) » | Bergmál! » | 1. dagur flutninga (16.6.'04) » | Það eru rollur inn í mér...(15.6.'04) » | 3 dagar í kjööööt (14.6.'04) » | Ég ætla ekki að vera óþolandi... » 

sunnudagur, júlí 04, 2004 

Verðandi afmælisgjafir (3.7.'04)

Þetta er aðvörun til vinkvenna minna. Á næstu afmælum verða gjafir mínar til ykkar ósköp ómerkilegar og lítt spennandi, en það sama skal ganga yfir ykkur allar og það er ekki fallegt að skilja út undan.

Hver og ein einasta ykkar skal fá frá mér 3 in spiral-smokka og 1 stk. banana.

Þessi mikla gjöf er til þess ætluð að kynna ykkur fyrir undursamlegheitum fylgjandi notkun getnaðarvarna og vonandi koma í veg fyrir óléttu ykkar í náinni framtíð.
-Bananinn er að sjálfsögðu til að æfa sig á, ég er ekki heilsufrík eins og flestir sem til mín þekkja ættu nú að vita...

Mér er farið að leiðast að vera ein í heiminum! Sérstaklega svona á laugardagskvöldum, þegar ég sé fram á að eyða kvöldinu í videogláp með manninum eða heimspeki/sagnfræðinámskeið á skeiðvellinum! Ég á kút af hvítvíni í ísskápnum og þónokkuð magn af øli sem liggur undir skemmdum af því að enginn er fáanlegur til að drekka þetta upp með mér! Og ástæðan fyrir því er ofur einföld: Þið eruð allar annað hvort óléttar, fluttar út á land eða hreinlega farnar úr landi!

Hvers á einmana partíljón eiginlega að gjalda???