Li|iana on Ice: 3 dagar í kjööööt (14.6.'04)

« Home | Ég ætla ekki að vera óþolandi... » | Brandarar » | 100 hlutir um mig » | Áttu smá stund að drepa? » | Gestabók » | Netprófin mín » 

þriðjudagur, júní 15, 2004 

3 dagar í kjööööt (14.6.'04)

Á ég ekki að vera ofboðslega meðvirk og gera líka svona bloggsíðu eins og allir hinir? Júúúúú! Ég hef nefnilega ekki sjálfstæðan vilja og verð að gera eins og allir hinir.

Jæja ég er snarklikkuð og ætti eflaust að geta ruglað einhverju út úr mér hérna á þessum eilífa veruleikaflótta sem ég er á. Þetta er nefnilega alveg tilvalin leið til að sleppa því að gera það sem þarf að gera. Núna á ég að vera að pakka niður úr fataskápunum mínum en það er komið svo þægilegt rassafar í stólinn, svo ég nenni ekki að standa upp. Þetta er ágætt bara.

Ég skrifaði undir leigusamninginn í dag, svo ég get loksins leyft mér að hlakka til. Miðað við mína forsögu þá ákvað ég í þetta sinn að hafa fyrirvara á gleðinni og vera ekkert að drífa í því að hlakka of mikið til fyrr en allt væri í höfn. Á miðvikudaginn byrja ég að flytja dótið mitt inn í íbúðina og gera nágrannana vitlausa með hamarshöggum og hávaða af bor-í-vegg!

Jamm, þrír dagar í að kallinn komi heim og þá verður kjöthátíð í Seljunum! Ætla að fara með hann í nýju íbúðina og kjöta hann! Ahhh...