Li|iana on Ice: Ég ætla ekki að vera óþolandi...

« Home | Brandarar » | 100 hlutir um mig » | Áttu smá stund að drepa? » | Gestabók » | Netprófin mín » 

mánudagur, júní 14, 2004 

Ég ætla ekki að vera óþolandi...

En mig langaði bara að skrifa pínulítið meira hérna, þessi eina færsla var allt of tómleg og pappakassarnir voru farnir að hrella mig hvort eð er... FLÓTTI!

Ég er búin að kveikja upp í engangs-grillinu mínu úti á svölum, ætla að glirra pylsur fyrir okkur rugludallana. Svo er það aftur spurning hvort Atli fæst til að sleppa stýripinnanum... (sko ps2 pinnanum, ekki rækjunni í klobbanum! Jíz, hvað heldurðu að ég sé!!??!!) Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að skella Dúsku á grillið líka, þetta hárlos á henni er farið að fara í taugarnar á mér, það eru hárdúskar út um alla íbúð! Ég hef áhyggjur af því að þetta fari að fjúka um hverfið og einhver glöggur nágranni hringi á varnarmálaráðuneytið (er til svoleiðis á Íslandi??) og tilkynni eiturefnaárásir kolklikkaðra íraka í hefndarskyni fyrir stuðning okkar við innrásina!

RAUS!!