Li|iana on Ice: febrúar 2006

mánudagur, febrúar 20, 2006 

Hinn dæmigerði barnalandsnotandi

-næstum því. En smellið brjóstum á þennan og þið fáið nokkuð góða hugmynd um ástandið á mörgum notendum þessa vefjar.

laugardagur, febrúar 18, 2006 

Meira júgró

Var að rekast á danska lagið. Ferlega finnst mér það slappt. Engin tólf stig frá okkur til Dana í ár er ég smeyk um. Í kvöld fer ég heim til Lindu og þarf því ekki að vera ein þegar hin óumflýjanlega hörmung skellur á. (Nú á ég við þegar Silvía Nótt hreppir fyrsta sætið.) Nei, ég get fengið að halda í hendina á henni og fá huggun og stuðning. Ég er hrædd um að ég komi til með að þurfa á því að halda, þrátt fyrir allan undirbúningstímann sem ég hef haft fyrir þessa stund.

Það er letilaugardagur hjá okkur snubb núna, ekkert nema notalegheit. Við tókum til í herberginu hans áðan - kominn tími til - og svo hitaði ég handa honum kakó og allt voða kósí. Hann fer svo í afmælisveislu á eftir. Reyndar var hann ekki beint á því að hann vildi fara. Hann svipti upp um sig bolnum sínum og belgdi út magann. "Sjáðu hvað ég er orðinn ógeðslega feitur! Ég ætla allavega ekki að borða neitt nammi í þessu afmæli!"
Hvaðan hefur krakkinn þessa firru? Með reglulegu millibili ákveður hann að nú sé hann að verða allt of feitur og fer í megrun! Og hann tekur því svo alvarlega að hann sleppir því að éta laugardagsnammið sitt og afþakkar fína helgerdesertinn. Einhvern veginn skil ég ekki að sjö ára barn sé að velta þessu fyrir sér. Sérstaklega ekki þegar um er að ræða heilbrigt og passlegt sjö ára barn. En hann er náttúrulega stórskrýtinn svona í heildina á litið.

Snubbur: "Mamma... getur maður fengið kvef í endaþarminn?"
Mamma: "Ha? Ég... sko... ha?"
Snubbur: "Já getur maður fengið kvef inn í rassgatið?"
Mamma: "Ég er nú bara ekki alveg viss um hvað þú... ég... ja... ha?"
Snubbur: "Ef maður er að kúka og snýtir sér í klósettpappír á meðan, ha, og svo skeinir maður sig með pappírnum með sýklunum í, ha, og getur þá ekki farið kvef inn í endaþarminn?"
Mamma: "Ja... maður hefur jú heyrt talað um iðrakvef... En ég held ekki..."
Snubbur: "Já ég er sko allavega hættur að snýta mér í kúkapappírinn."
Mamma: "Ætli það sé ekki bara best?"


Í gærkvöldi sat ég stíf af aðdáun í sófanum og horfði á frístæl keppnina í listhlaupi karla á skautum. Ég get ekki slitið mig frá þessum ósköpum þegar þau fyrst hefjast í sjónvarpinu. Ég næ ekki að pakka þessum rosalegheitum inn í hausinn á mér, ég skil einfaldlega ekki hvernig hægt er að gera mörg þessarra múva. Þau eru ómennsk! Gaurinn sem vann keppnina hlýtur annað hvort að vera sendur hingað af annarri plánetu eða þá að hann hefur setið við nám í rússneskum galdraskóla þar sem þyngdaraflsafnámsgaldrar eru kenndir. Ég trúi nefnilega ekki öðru en að galdrar komi eitthvað við sögu í æfingunum hans.
Það hlýtur bara að vera, því það getur ekki annað en útheimt heilmikið jafnvægi að sprikla þetta mikið og hoppa í hringi eins og skopparakringla hvað eftir annað, og það á skautum! Og maður með þetta nef getur ósköp einfaldlega ekki átt létt með að standa uppréttur í langan tíma, hvað þá mikið meira!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006 

Júgró nálgast

Já nú nálgast forkeppnin okkar í júgróinu óðfluga. Ekki svo að skilja að mér þyki það neitt sérstaklega spennandi, þetta verður svartur dagur í sögunni. En ég er júgrófan svo ég ætla að góna. Mér finnst súrast að Friðrik Ómar eigi ekki séns í að fara út fyrir okkar hönd, mér finnst lagið sem hann flytur alltaf verða betra og betra. Þið getið hlustað á það hérna. Mér finnst alveg kominn tími til að hverfa svolítið aftur til baka í gömlu júgróformúluna í staðinn fyrir að vera alltaf að elta uppi eitthvað tískuetnópopp og fíflaleg sirkusatriði í flutningi heimskulegra sjónvarpskaraktera.

En hey, ég get þó huggað mig við að þetta lag á pottþétt eftir að lifa áfram, það getur ekki verið að það falli í gleymsku, það er of skemmtilegt.

 

Netpróf

Mér þykir oft leiðinlegt að lesa um netpróf sem fólk hefur tekið. En mér finnst gaman að taka netpróf. Svo til að drepa ekki lesendur bloggsins míns mögulega úr leiðindum hef ég safnað saman netprófunum mínum í einn póst sem hægt er að nálgast hérna.

Þá eru allir sáttir. Þeir sem endilega vilja fræðast um minn innri mann geta smellt á linkinn (eða fundið hann hérna til hliðar) og leiðst í allan sannleikann um hvers konar element ég er og hvers konar súkkulaði og hvort ég er góð eða slæm stúlka og allt í þeim dúr!

Þar til síðar, adjö.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006 

Íþróttir

Hún Jónína kom til mín í gær, ég var búin að lofa henni að segja henni pínulítið til í þýsku, þar sem það er soldið styttra síðan ég var að læra þetta undurfagra tungumál en aðrar vinkonur hennar sem þó eru sleipari en ég á tungumálasviðinu.

Ég komst að því að ég er drullulélegur kennari. En ég gat þó leiðbeint henni pínulítið um hvað væri gott að skoða betur og svona, svo ég held ekki að kvöldið hafi verið algjört flopp. Eftir lærdóminn sátum við og spjölluðum á meðan vetrarólympíuleikarnir gengu í sjónvarpinu. Þar var verið að keppa í curling. Þetta er dásamleg íþróttagrein. Hugsið ykkur bara fegurðina í þessu, þetta er eins og boccia á ís með kústum! Hvað gæti verið lógískara?

Við gátum lítið ráðið við okkur, við festumst einhvern veginn í því að horfa á einn gaur með yfirgengilegan einbeitingarsvip skutla einhverju dóti eftir ísnum og kalla hamast þarna með kústana sína eins og þeir fái ekki að fara á ballið hjá prinsinum ef ísinn verði ekki spegilsléttur, hreinn og gljáandi þegar þrifunum er lokið. Þeir sem ekki sjá fegurðina í þessu eru eitthvað skrýtnir.

Ég er þó ekki á því að þetta sé einkennilegasta íþróttagreinin sem keppt er í á ólympíuleikum. Ég verð að segja fyrir mína parta að mér þykir labbið á sumarólympíuleikunum alltaf það furðulegasta sem fólki hefur dottið í hug að keppa í. Hver fékk þessa svakalegu hugmynd??
Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að ef maður þarf að komast eitthvert hratt en hefur ekkert nema lappirnar á sjálfum sér til að komast þangað þá hlýtur heilbrigð skynsemi að gauka því að manni að hlaupa af stað. Ekki labba þangað hratt! Ég hef óskaplega gaman af því að horfa á sumarólympíuleikana, ég hef lúmskt gaman að frjálsum íþróttum - en ekki vitna í mig varðandi þetta, ég er yfirlýstur antisportisti og vil helst ekki að þetta breiðist út. Ég verð líka að játa að það, að horfa á labbið, finnst mér skemmtun hin besta. Ekki af því að ég fæ þessa "vá hvað þessi er góður!"-tilfinningu eins og þegar keppt er í hástökki eða kúluvarpi, heldur vegna þess að ég hlæ og hlæ eins og fífl allan tímann meðan labbað er. Þetta er svo einstaklega aulalegt og ó-þokkafullt að það er engin hemja!

Jónína var ekki sammála mér með að þetta væri fáránlegasta íþróttagreinin. Hún heldur því fram að það sé í rauninni ofsalega lógískt að láta sér detta þetta í hug sem keppnisgrein, af því að það er jú fullt af fólki sem er viðkvæmt í liðamótum og finnst þægilegra að labba hratt heldur en að hlaupa með öllu því hossi sem fylgir óhjákvæmilega skokki og hlaupum. En ætti fólk sem þannig er ástatt um þá ekki frekar að keppa á Special Olympics?

 

Frí

Frídagar eru alveg ágætir. Í dag er ég búin að afreka eftirfarandi:

*Koma 1 stk. snubb í skólann
*Sofa
*Borða tvær brauðsneiðar með gúrku
*Drekka tvö DC glös
*Reykja tvær sígarettur

Jamm þetta er dásamlegt! Reyndar skyggir svolítið á hamingjuna að það er allt á hvolfi hérna hjá mér. Ég ætla núna að taka til og þrífa svo ég geti haft það raunverulega æðislegt í kvöld!

mánudagur, febrúar 13, 2006 

HOT DANG!

Nei fjárinn hafi það! Það er ekki laust við að ég dauðhlakki til að horfa á Eurovision í vor!!

sunnudagur, febrúar 12, 2006 

Breytingar

Ég er að fikta í síðunni minni, var orðin ógeðslega þreytt á útlitinu á henni svo nú verður þetta eitthvað flippað í smá tíma. Þarf að fiffa nýja templeitið soldið til. Svo þið afsakið þetta.

[edit]Jæja ég held að þetta sé mestallt komið inn núna... Efast reyndar um að þessar breytingar hafi haft nokkur einustu áhrif á ykkur, mér sýnist enginn hafa heimsótt síðuna á meðan hún var öll í drasli! :D En já, mig grunar svona að helstu atriðin séu allavega komin, finnst ykkur þetta ekki skemmtileg andlitslyfting?[/edit]

 

Titill?

Góðan daginn gott fólk. Ég vil bara hefja þessa færslu á að segja ykkur að ég er ekki með handrukkara á mínum snærum sem koma heim til ykkar og saga af ykkur fótleggina við hné fyrir það að kommenta á bloggið mitt. Ég fer aftur á móti að íhuga það að grafa upp nokkra skuggalega karaktera til að einmitt saga af ykkur fótleggina við hné fyrir það að kommenta ekki á bloggið mitt. Ég er með öflugan tracker á síðunni minni og veit hver þið eruð!! Svo nú er bara að setja í gang!

Ég fór í pattí í gær hjá Mæju ásamt nokkrum píkum. Það var óskaplega gaman. Alltaf gaman í píkupartíum! Bossinn minn hafði gefið mér dýrindis flösku af Ypióca þegar hann kom heim úr Brasilíuferðinni sinni og ég kom henni í góðar þarfir. Til allrar hamingju tókst mér að blanda drykkina illa ofan í stelpurnar svo þeim líkaði ekki við þá, svo ég fékk að halda dásemdunum meira og minna út af fyrir mig! Við sátum hjá Mæju eitthvað fram eftir kvöldi og síðan var tölt í bæinn. Lítið viðburðaríkt djamm og þið fáið ekkert að heyra meira um það, maður var frekar rólegur svona.

Annars var ég nærri því búin að drepa mig í gær. Ég hafði hlakkað til allan daginn að fara í gott bað með kaldan öl með mér þegar ég kæmi heim úr vinnunni. Elskulegi útlendingurinn hafði augljóslega haft eitthvað svipað í huga fyrir mig, því þegar ég kom heim var hann búinn að tylla kertum um allt baðherbergið og láta renna í baðið fyrir mig. Það var alveg dásamlegt að liggja í baðinu og finna stressið leka úr mér, en mér þótti vatnið helst til kalt. Svo ég hleypti úr baðkarinu og lét renna upp á nýtt í það heitara vatn - og svo dálítið heitara - og smá heitara - aðeins heitara - bara smá í viðbót...
Loks var baðvatnið orðið alveg svakalega heitt og ég seig niður í djúpustu afslöppun ævinnar. Ég veit ekki hvað ég lá þarna lengi á einhverju hugleiðsluflugi en ég rankaði aðeins við mér þegar ég rak tána í einn kertastjakann og hann plompaði ofan í baðið. Þá uppgötvaði ég að ég átti í verulega miklum erfiðleikum með að hreyfa mig, en mér tókst að hífa mig upp úr karinu og fram á gólf, þar sem ég lá svo bara eins og klessa í góðan tíma og reyndi að ná áttum. Þegar mér fannst ég hafa kólnað nógu mikið stóð ég upp - en það reyndist mér um megn. Það steinleið yfir mig! Þá sannaðist það sem ég hef alltaf sagt; maður á umfram allt að passa sig á að safna stórum hrúgum af óþvegnum þvotti á baðherbergisgólfið hjá sér! Ég hrundi í hrúgu af rúmfötum og varð það mér sennilega til lífs!
Hehe... nei kannski er ég að dramatísera þetta oggulítið... En mér hefði eflaust liðið eilítið verr í skrokknum í dag hefði ég skollið beint á flísarnar bara!
Þegar hitastillirinn á blöndunartækjunum var athugaður kom í ljós að ég hafði meira og minna fyllt baðkarið af eins heitu vatni og blöndunartækin yfir höfuð leyfa. Þá erum við að tala um að vatnið er svo heitt að ég á í erfiðleikum með að þola að vinda tusku upp úr því í þykkum gúmmíhönskum undir venjulegum kringumstæðum (eða óvenjulegum, því það er vissulega ekkert venjulegt við það að ég sé að vinda tuskur og þrífa hluti...)!

En já, ég slapp nokkurn veginn ósködduð frá þessu öllu. Í dag er húðin á mér eins og ég hafi legið í ljósabekk aaaaðeins of lengi, þetta líkist mest vel reyktu svínakjöti...

Munið svo; comment or lose a leg!

laugardagur, febrúar 11, 2006 

Finnið fimm villurJá þessi öfgasnilld hékk uppi á korktöflunni úti í búð í dag. Mig skal ekki undra að þessi náungi hafi ákveðið að reka bar, því ekki hefði hann orðið rithöfundur með þessa lesblindu!

föstudagur, febrúar 10, 2006 

PMS

Ég veit ekki, en mér finnst "Fyrirtíðaspenna" vera ágætt nafn á þetta listaverk:


Annars, fyrir ykkur sem botnið alls ekkert í þessu bloggeríi á mér í dag, þá á ég með réttu að vera heima í afslöppun. Já ég átti að eiga frí í dag en homminn veiktist svo ég varð að vinna. Ég er pissdogfúl og nenni engu en að hamast á blogginu eins og brjálæðingur. Þá vitið þið það.

 

Samsæriskenningar inc.

Hún Sía kom með ágætis samsæriskenningu í kommenti til mín um daginn:

„...held að þetta sé skemmtiatriði og auglýsingatrikk fyrir keppnina, fyrirfram planað frá a-ö. Held að lagið hafi lekið ,,óvart" á netið og sú ákvörðun að fimm lög mundu fara áfram ef að SN yrði meðal fjögurra efstu hafi verið fyrirfram ákveðið. Svo annað hvort mætir prinsessan ekki eða þá hún meikar upp stjörnustæla og meikar ekki að keppa því hún sé svo fræg...“

Ó, bara ef lífið væri svo ljúft!

 

Haha!

Ef þið fattið ekki brandarana er annað hvort að skrá sig á skandinavískukúrs eða sleppa því að hlæja!
 

Klukkeddíklikk!

Hún Sæunn klukkaði mig og ég get ekki verið svo leiðinleg að gera henni þetta ekki til geðs.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Afgreiðsla í bakaríi.... :S
Afgreiðsla í vefnaðarvöruverslun
Alhliðastarfsmaður á efnafræðistofu
Bankastjóri!! :D

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

Ohhh erfið spurning. Yfirleitt höndla ég ekki bíómyndir allt of oft. En:
American History X (uppáhaldið mitt)
The Green Mile
Shrek 1 og 2

Eru þetta ekki fjórar?

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Lækjarhvammur í Búðardal
Fífusel í Reykjavík
Engihjalli í Kópavogi
Nedre Varden í Sola

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla:

Ég ætla ekki að tína til þætti sem ekki eru framleiddir lengur!

Sex inspectors
Desperate Housewives
House
LOST

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Mývatn
Senja
Århus
Búðardalur!


Fjórar síður sem ég skoða daglega:

Klikupikur.com
Mbl
Barnaland
S3D

Fernt matarkyns sem ég held uppá:


Saltkjöt og baunir
Pizza King pizza með pepperoni, helling af hvítlauksolíu, helling af chiliolíu, chilikryddi, svörtum pipar og oregano!
Maarud snakk með osti og lauk *snökt*
Jólasteikin hennar mömmu

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

Heima í rúmi með útlending mér við hlið, eða yfir eða undir!
Í heimsókn hjá systur minni í Danmörku
Heima í Búðardal
Í alsherjar dekri á snyrtistofu

Fjórir bloggarar sem ég klukka:


Lára
Össur
Katrín

Hahaha! Sniðug ég að velja fólk sem aldrei kemur á bloggið mitt og ég get því ekki böggað með þessum andskota!!
En til að vera fair nefni ég þessar þrjár:
Sæunn
Blobby
Nóní

Takk fyrir mig.

miðvikudagur, febrúar 08, 2006 

Stolið:

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.

Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.

Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.

Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.

Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar - "#%=&#$&/(=!z#$!/!=!

Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín?

Fyrir utan var Sædís Hlíf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.

Hún var orðin alltof sein í afmælið.


Höfundar eru fávísir foreldrar íslenskra barna!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006 

Silvía whatsherface, símasölufólk, prófkjörspepparar og aðrir drullupokar.

Silvía Night

Ekki skil ég þetta Silvíu-hype sem hópríður þjóðinni þessa dagana. Ég hefði verið fegnust manna ef þetta skrípi hefði fengið að fjúka úr keppninni. Reyndar hefði ég þá tapa veðmálinu sem ég á við mömmu... Ég sagði henni fyrir fyrstu forkeppnina í júgró hérna að það væri í rauninni formsatriði að halda þessa forkeppni, það væri bókað mál að fíflið verður sent út. Það eru allt of margir vanvitar og unglingar á Íslandi sem kunna á síma. Eftir að hún heyrði svo lagið (lagleysuna) þá vildi hún bara ekki vera sammála mér. Hún sagði að það væri útilokað að Íslendingar væru svona heiladauðir að þeir færu að senda þessa hljómþvælu út í sínu nafni. Ég er þó jafn fullviss um það í dag og ég var þegar ég heyrði fyrst um þátttöku Silvíu Nóttar/Nætur/BÐEBLEEEE í keppninni.

Já, svo mikið álit hef ég á skoðunum íslensku þjóðarinnar. Þetta lag er frat, þessi texti er frat, þessir ógeðslegu 'dansarar' eru frat og þessi fáránlegi flytjandi er ekki bara frat heldur bremsufar líka!

En ég er alveg viss um að hún verður fulltrúi okkar í ár. Við því er ekkert að gera. Við búum í einhverju sem einhver kallaði lýðræðisríki (ekki spyrja mig meira út í það, ég veit ekki hvernig það virkar) og þá eru skoðanir (og smekkleysa) fjöldans mikilvægari en rödd skynseminnar. Reyndar vil ég ekki meina að það megi kalla þetta sem fjöldinn gengur í gegnum núna skoðanir - múgæsingur er mun frekar orð sem kemur upp í hugann.

En hvað um það. Ég er búin að vita þetta heillengi og ætti með réttu að vera farin að sætta mig við þetta. En það er bara svo fjári erfitt! Ég hef ofsalega gaman að júgróvisjón en mér leiðist alveg ferlega hvað þetta er farinn að vera mikill andskotans skrípaleikur. Þetta er bara einhver bölvaður sirkus! Þetta virðist ekki lengur hafa neitt með tónlist eða flytjendur að gera, heldur bara það hver getur verið með svakalegasta sjóið! Og þar sem mér leiðast trúðar alveg svakalega þá vil ég ekki sjá þetta bölvaða hirðfífl, sem Silvía Neeei er, fara út fyrir mína hönd. Ekki nóg með að karakterinn sé óravegu frá því að geta mögulega kallast fyndinn, heldur HATA ég meira en ég get komið í orð áhrifin sem hann hefur á fólk. Maður heyrir varla annað en óþolandi Silvíu-frasa hvert sem maður fer! Grow up!!! Þetta er ömurlegur húmor skilru!!


Símasölupakk

Síðastliðin tvö ár hefur herjað á mig einhver bóksölufasisti. Það byrjaði með því að hann hringdi í mig þegar ég var í vinnunni. Ég náði ekki að svara og þar sem ég þekkti ekki númerið fletti ég því upp. Ég sá að það tilheyrði bókaútgáfu og þar sem ég þoli ekki símasölufólk ákvað að vera ekkert að hafa fyrir því að svara ef hringt yrði úr þessu númeri aftur. Heyriði, það skipti engum togum, fasistinn hringdi daglega í tæpa tvo mánuði!! Ég stóð fast við mitt, ætlaði sko ekkert að svara, hugsaði með mér að fasistanum hlyti bara að fara að leiðast þetta og gefast upp. Einn dagurinn var hringingarlaus. Þá hélt ég að hann hefði loksins náð að 'grípa punktinn' eins og sagt er. En nei, þótt hringingarnar yrðu færri þá hættu þær aldrei alveg.

Ég er með öðrum orðum búin að vera að fá hringingar frá þessu bókaforlagi að minnsta kosti mánaðarlega í tvö ár. Þetta var orðið mikið prinsippmál hjá mér og ég hét mér því að ég skyldi alls ekki svara, sama hvað! Svo var það fyrir nokkrum vikum að heimasíminn hringir. Ég stekk af stað og svara í hann, því í hann hringir afar sjaldan fólk sem ég vil ekki tala við - af þeirri ástæðu að númerið mitt er hvergi skráð! Hvað haldiði? Í símanum var kona. Hún kynnti sig og sagðist vera að hringja frá ****-forlaginu (nenni ekki að fara út í smáatriði). Hún vildi vita hvort hún mætti spyrja mig um dálítið.
„Sjálfsagt-" sagði ég, „-en bara ef þú getur svarað mér einu fyrst".
Hún var nú heldur betur til í það gellan. Svo ég spurði í mínum allra kurteistasta tóni:
„Mér leikur forvitni á að vita hvar þið fenguð símanúmerið mitt, því ég er ekki einu sinni með það á skrá!"
Nei, hún gat ekki svarað þessu, svo þar með var samtalinu lokið. Enn hef ég ekki fengið fleiri símtöl frá þessum terroristum, svo ég er sátt. Næst verð ég ekki kurteis. Það er goddamn ástæða fyrir því að ég er hvorki með far- né heimasímanúmer skráð! PAKK!Prófkjörspepparinn

Talandi um símabögg... Það hringdi í mig karlmaður í gærkvöldi. Það lá við að ég yrði spennt, það er jú ekki á hverjum degi sem það hringja í mig ókunnugir karlmenn og byrja samtalið á „Sæl og blessuð kæra vina". Ég var farin að sjá fyrir mér verulega áhugavert samtal, leit yfir að tölvuborðinu og sá að unnusti minn var með einhvern hermannatölvuleik á fullu blasti í eyrunum svo hann myndi ekkert heyra. „Já sæll sjálfur, hvað segirðu gott?"-ansaði ég.
Þá tjáði hann mér að hann væri að vinna fyrir Steinunni Valdísi borgarstjóra og prófkjörsframbjóðanda og væri svona aðeins að hringja út og taka púlsinn meðal fólks.
Þvílík vonbrigði!!
Hann spurði mig um eitt og annað og ég svaraði frekar annars hugar, því American Idol var í sjónvarpinu og ég nennti þessu mjög takmarkað. Svo var ég líka með hrottalegan höfuðverk og símtöl áttu ekki vel við mig. Ég umlaði því já og nei á viðeigandi stöðum og mér fannst náunginn nú vera orðinn svolítið minna áhugasamur um að tala við mig en í upphafi samtalsins. Svo kom að því að hann spurði úrslitaspurningarinnar: „Hefurðu hugsað þér að veita Steinunni Valdísi atkvæðið þitt?". Ég nennti þessu þá ekki lengur og sagði: „Nei, ég ætla að kjósa Dag Beggertsson, hann er svo ungur og svo sexí og svo vel hærður."

*þögn í símanum*
„Allt í lagi."-sagði viðmælandinn.
„Jamm, bless bless"-sagði ég
„Bless."-sagði viðmælandinn.

Drullupokinn


Já ég minntist víst eitthvað á það að ég hafi verið með höfuðverk í gær. Ég lá í sófanum yfir Idolinu (stuttu eftir samtalið við pepparann) og var eitthvað að barma mér og vola og maðurinn minn, þessi ómótstæðilega elska, ákvað að vera voðalega góður við mig. Eða þá að þagga niður í vælinu í mér... Hann trítlaði inn á bað og kom til baka með íííískaldan þvottapoka og lagði á ennið mitt.
Þvílík sæla! Þetta var dásamlegt! Og ég er ekki frá því að mér hafi liðið svolítið betur í höfðinu í svona hálfa mínútu. Svo allt í einu flaug hugsun gegnum kollinn á mér og verkurinn þrefaldaðist!
„Tókstu þennan þvottapoka nokkuð úr hrúgunni?"-spurði ég.
„Hvaða hrúgu?"-spurði minn heittelskaði þá.
„HRÚGUNNI Á GÓLFINU, ÞEIRRI MEÐ ÖLLUM HANDKLÆÐUNUM!!"-hvæsti ég.
„Ha... jaaaaá..."-sagði hann og var djöfulli kindarlegur á svipinn.

Ég hafði verið búin að gera tilbúna hrúgu af óhreinum handklæðum sem ætlunin var að setja í salibunuferð í þvottavélinni þegar ég nennti að standa upp úr minni læstu hliðarlegu á sófanum. Málið var svo að áður en sonur minn blessaður hafði farið að sofa hafði ég þvegið honum vel og vandlega um erfðadjásnið og rassinn með þvottapoka sem ég setti síðan bara í hrúguna!
Þetta var svo þvottapokinn sem minn elskulegasti bleytti síðan í köldu vatni og lagði yfir ANDLITIÐ Á MÉR!!!!
Það er ekki laust við að hún sé svolítið laus á mér andlitshúðin í dag, ég skrúbbaði hana svo vandlega eftir þetta góðmennskukast útlendingsins.

That's all folks, buh-bye!