Li|iana on Ice: Titill?

« Home | Finnið fimm villur » | PMS » | Samsæriskenningar inc. » | Haha! » | Klukkeddíklikk! » | Stolið: » | Silvía whatsherface, símasölufólk, prófkjörspeppar... » | Líkamsræktin með trukki! » | ÓKEI! » | Djízöss! » 

sunnudagur, febrúar 12, 2006 

Titill?

Góðan daginn gott fólk. Ég vil bara hefja þessa færslu á að segja ykkur að ég er ekki með handrukkara á mínum snærum sem koma heim til ykkar og saga af ykkur fótleggina við hné fyrir það að kommenta á bloggið mitt. Ég fer aftur á móti að íhuga það að grafa upp nokkra skuggalega karaktera til að einmitt saga af ykkur fótleggina við hné fyrir það að kommenta ekki á bloggið mitt. Ég er með öflugan tracker á síðunni minni og veit hver þið eruð!! Svo nú er bara að setja í gang!

Ég fór í pattí í gær hjá Mæju ásamt nokkrum píkum. Það var óskaplega gaman. Alltaf gaman í píkupartíum! Bossinn minn hafði gefið mér dýrindis flösku af Ypióca þegar hann kom heim úr Brasilíuferðinni sinni og ég kom henni í góðar þarfir. Til allrar hamingju tókst mér að blanda drykkina illa ofan í stelpurnar svo þeim líkaði ekki við þá, svo ég fékk að halda dásemdunum meira og minna út af fyrir mig! Við sátum hjá Mæju eitthvað fram eftir kvöldi og síðan var tölt í bæinn. Lítið viðburðaríkt djamm og þið fáið ekkert að heyra meira um það, maður var frekar rólegur svona.

Annars var ég nærri því búin að drepa mig í gær. Ég hafði hlakkað til allan daginn að fara í gott bað með kaldan öl með mér þegar ég kæmi heim úr vinnunni. Elskulegi útlendingurinn hafði augljóslega haft eitthvað svipað í huga fyrir mig, því þegar ég kom heim var hann búinn að tylla kertum um allt baðherbergið og láta renna í baðið fyrir mig. Það var alveg dásamlegt að liggja í baðinu og finna stressið leka úr mér, en mér þótti vatnið helst til kalt. Svo ég hleypti úr baðkarinu og lét renna upp á nýtt í það heitara vatn - og svo dálítið heitara - og smá heitara - aðeins heitara - bara smá í viðbót...
Loks var baðvatnið orðið alveg svakalega heitt og ég seig niður í djúpustu afslöppun ævinnar. Ég veit ekki hvað ég lá þarna lengi á einhverju hugleiðsluflugi en ég rankaði aðeins við mér þegar ég rak tána í einn kertastjakann og hann plompaði ofan í baðið. Þá uppgötvaði ég að ég átti í verulega miklum erfiðleikum með að hreyfa mig, en mér tókst að hífa mig upp úr karinu og fram á gólf, þar sem ég lá svo bara eins og klessa í góðan tíma og reyndi að ná áttum. Þegar mér fannst ég hafa kólnað nógu mikið stóð ég upp - en það reyndist mér um megn. Það steinleið yfir mig! Þá sannaðist það sem ég hef alltaf sagt; maður á umfram allt að passa sig á að safna stórum hrúgum af óþvegnum þvotti á baðherbergisgólfið hjá sér! Ég hrundi í hrúgu af rúmfötum og varð það mér sennilega til lífs!
Hehe... nei kannski er ég að dramatísera þetta oggulítið... En mér hefði eflaust liðið eilítið verr í skrokknum í dag hefði ég skollið beint á flísarnar bara!
Þegar hitastillirinn á blöndunartækjunum var athugaður kom í ljós að ég hafði meira og minna fyllt baðkarið af eins heitu vatni og blöndunartækin yfir höfuð leyfa. Þá erum við að tala um að vatnið er svo heitt að ég á í erfiðleikum með að þola að vinda tusku upp úr því í þykkum gúmmíhönskum undir venjulegum kringumstæðum (eða óvenjulegum, því það er vissulega ekkert venjulegt við það að ég sé að vinda tuskur og þrífa hluti...)!

En já, ég slapp nokkurn veginn ósködduð frá þessu öllu. Í dag er húðin á mér eins og ég hafi legið í ljósabekk aaaaðeins of lengi, þetta líkist mest vel reyktu svínakjöti...

Munið svo; comment or lose a leg!

Ég þori ekki annað en að kommenta :þ

Takk fyrir tjúttið í gær :D

Búin að fixa þetta núna snyrtipíka... linkurinn þinn var bilaður, skiliddiggi. En það er haugur af öðrum linkum eitthvað klikkaður líka, svo ég þarf soldið að liggja yfir þessu.

Eg er alveg nógu stutt fyrir svo að ég verð að kommenta hjá þér lilla syss.vonandi held ég mínum stubbafótum fyrir þetta komment, annars er nú meiningin að vera dugleg við það í framtíðinni lovjú

Skrifa ummæli