Li|iana on Ice: Djízöss!

« Home | Heilindapróf » | Your element is Water: Understanding, intelligent,... » | Tíu litlir negrar » | Takk Ragga... » | Ég lofaði Árnýju víst að ég skyldi uppfæra þessa f... » | Úfff » | Spennufall » | Hátíðniofnæmi » | Blóðug leiðindi! » | Jamm » 

sunnudagur, október 02, 2005 

Djízöss!

Eftir atburði gærkvöldsins hef ég sett mér nokkrar grundvallarreglur hvað varða djamm:

#1 Ég fer ekki aftur út fyrr en ég hef eignast nýjan síma.
#2 Ég geng ekki út af skemmtistað þar sem djammfélagarnir eru án þess að vita hvort þeir ætla að fara eitthvað annað og þá hvert.
#3 Ég fer ekki á Vegamót aftur.
#4 Ég hef alltaf stórt skilti hangandi um hálsinn sem á stendur "Ég á mann. Ógeðslega fullir og ódannaðir karlar mega náðarsamlegast halda sig langt í burtu frá mér og ekki láta sér detta í hug að koma og slefa niður hálsmálið hjá mér!" - og samsvarandi texta á ensku, spænsku, ítölsku, kínversku, japönsku, dönsku, þýsku, frönsku, rússnesku, hollensku... ...
#5 Ég verð mér úti um far heim öðruvísi en í leigubíl.

Ég er engan veginn viss um að mér takist að halda mig við nokkra af þessum reglum, en maður verður að hafa viðmið er það ekki?

Skýring #1: Síminn minn er að verða að einhverri snarbilaðri rafeindaruslhrúgu, hann slekkur á sér í tíma og ótíma, velur að eigin frumkvæði númer sem HONUM finnst að ég eigi að hringja í og stafi sem HONUM finnst að ég eigi að setja í mín sms! Svo er það HANN sem ákveður hvort sögð sms eru send á réttan aðila eða send yfir höfuð! Þar fyrir utan er hann svo bíræfinn að hann ákveður upp á sitt einsdæmi hvaða sms ég á að fá og hvenær!! Svo jamm, ég er pirruð á þessu drasli!

Skýring #2: Við sátum á Vegamótum í mestu makindum þegar borðið sem við sátum við var rifið undan olnbogunum á okkur til að gera pláss fyrir ölvaðan skríl sem fyllt hafði staðinn á ótrúlega skömmum tíma! Jæja fyrst borðið var horfið greip ég tækifærið og skrapp á klósettið, sem tók hátt í klukkutíma, þar sem við blessaðan kamarinn hafði myndast heillöng röð. Fyrir utan það að maður mátti bíða í röðinni í óratíma voru einhverjar mellur (af þeirri gerð sem halda sig í meiri rétti til að míga sökum þess að þær eru 2.07 metrar á hæð og 26 kíló) alltaf að troðast fram fyrir mig og stinga sér inn á klósettið! Mér ofbauð þetta að lokum og reif í brjóstahaldarahlírann hjá einni mellunni sem var um það bil að troðast inn á undan mér, dró hana til baka og sendi henni "ef-þú-vogar-þér-inn-á-þetta-salerni-á-undan-mér-þá-hálsbrýt-ég-þig"-lúkkið mitt! Hún hrökklaðist til baka en ekki án þess að senda mér "djöfuls-uppistöndugheit-eru-í-þessari-feitu-gellu"-lúkkið sitt! Loks gat ég frussað úr friðrikkunni minni við mikinn fögnuð þvagblöðrunnar sem á þessum tíma var sjálfsagt orðin á stærð við myndarlegasta körfubolta!

Þegar ég kom svo út af salerninu fann ég hvergi dömurnar sem ég hafði verið með, mig minnti að þær hefðu sagt að þær vildu fara eitthvað annað fyrst borðið var rifið af okkur, svo ég trítlaði mig út fyrir og byrjaði að hringja og senda sms á þær, í von um að hafa upp á þeim og halda fjörinu áfram. Fyrir utan staðinn var umhorfs eins og í brauðröð í Sovétríkjunum sálugu, svo gráðugt var fallega og "ég-er-betri-en-þú"-liðið í að komast inn í þvöguna. Ég hugsaði með mér að ég væri þrusuánægð að komast út úr þessum kjötklúbbi og trítlaði mig um bæinn í leit að liðinu "mínu". Nú veit ég ekki hvort það var gefin út almannavarnatilkynning í gærkvöldi um að enginn væri óhultur á Íslandi nema í miðbæ Reykjavíkur, en mér dettur það einna helst í hug, svo fjölmennt var í bænum!
Jæja ég trítlaði um og sendi sms í allar áttir en fékk bara ekki nein svör! Fúl og foj fór ég inn á Nelly's, sem var eini staðurinn sem maður þurfti ekki að leggja líf og limi í hættu við að komast inn á (hmmm wonder why?), keypti mér bjór og settist niður, mjög upptekin í örvæntingarfullum sms-sendingum! Ég fann stelpurnar ekkert aftur, nema ég rakst á Ranný í leigubílaröðinni - en meira um það í skýringu #5.

Skýring #3: Já... ég held ég hafi lýst ástandinu á skemmtistaðnum þokkalega í skýringu #2, svo ég hef ekki miklu við að bæta. Mér líður einfaldlega ekki vel innan um snobbað fólk sem heldur sig betra en alla aðra. Já og þegar plötusnúðurinn fór að spila Justin Timberlake þá var mér allri lokið!

Skýring #4: Þegar ég sat í mesta sakleysi á Nelly's, í brjálæðislegri tilraun til að ná sambandi við EINHVERN sem gæti mögulega verið góður félagskapur komu að mér fjórir sauðfullir Íslendingar sem einhverra furðulegra hluta vegna héldu að mér þætti mjög sjarmerandi að láta slefa á hálsinn á mér, grípa í brjóstin á mér eða heyra "roslaertugettnaðalegh"! Einnig sáu einir sex útlendingar ástæðu til að ætla að vegna þess að ég sat þarna ein þá væri ég:
a) í leit að elskhuga,
b) í leit að útlendingi sem vildi segja mér hversu óhamingjusamur hann er í hjónabandinu sínu,
c) vændiskona!
Ég gafst upp á þessum ósköpum fyrir rest og ákvað að koma mér bara heim í háttinn, enda orðin létt pirruð á þessum leiðindum!

Skýring #5: Þar sem stærsti hluti Íslendinga virtist saman kominn í miðbænum í gær var leigubílaröðin eftir því. Ég get svo svarið það ég stóð í röðinni í þrjú goddam korter í ausandi rigningu og roki! Ég á bágt með að botna í þessu, ég veit ekki til þess að það hafi verið menningarnótt í nótt! En þar sem maður er svo mikið fífl að búa úti í sveit miðað við miðbæinn þá var víst ekki um annað að ræða en að harka þetta af sér. Þegar ég var um það bil að komast í hlýju og öryggi leigubílsins rakst ég á Ranný, sem greinilega hafði lent í nokkurn veginn sömu röðinni og var orðin heldur pirruð líka sýndist mér. Hún stakk sér inn í leigubílinn með mér og varð samferða mér heim. Ég held ég hafi gert góðverk þar! :D

Jæja þá er skýringunum lokið. En hvað haldið þið? Þegar ég vaknaði í morgun og leit á símann minn höfðu mér borist hvorki fleiri né færri en 18 sms-skilaboð!! Þá hafði blessaður síminn ákveðið að nú væri kjörið tækifæri að leyfa mér að lesa þau. Ég sé á þeim að kvöldið í gær hefði mjög líklega endað á allt annan og mun skemmtilegri hátt hefði ég séð þau þá!
Ég get þó varla kvartað allt of mikið, ég get verið þakklát fyrir að kvöldið endaði ekki í subbulegra fylleríi en raunin varð, því annars væri ég skelþunn í dag og ekki á nokkurn hátt hæf til að gera það sem ég þarf að gera! Svo að á þeim nótum kveð ég í bili.

Hey! Nú skil ég afhverju ég náði aldrei að hitta á þig í gær, ég var sendandi þér sms að reyna að lokka þig yfir í rokkið á ellefunni! Þú hinsvegar svaraðir aldrei... greinilegt að símanum þínum hefur ekki litist á þann hittingin.

Hehehe nei síminn hefur greinilega eitthvað á móti rokki! Djöfull hvað ég þarf að verða mér úti um nýjan síma!!

Ætli það sem er að hrjá símann þinn sé það sama og er að hrjá tölvupóstforritið hjá Baugsfólki :D

Ég þoli ekki leigubílaraðir svo ég fer edrú í bæinn og keyri sjálf heim fer hvort eð er upp á borð og dansa edrú ef ég er í stuði er alveg jafn klikk edrú hehehe.

Piff edrú smedrú....
Veistu þetta kvöld þitt var nú ekkert svo ósvipað mínu ;) en þér er velkomið að fá símann minn gamla ef þú vilt

Iss þið eigið bara að hringja í Barnalandsleigubílstjórann *vólangtorðmaður*
Ég er oftast að keyra 2 helgar í mánuði sjálf :D

Humm hver er Barnalandsleigubílstjórinn? Anyways.. rakst á bloggið þitt, skemmtilegur penni og OMG hvað ég elskaði lýsinguna þína á Vegamótum... shæsa, viðbjóðslegur sjálftortímingarstaður..

Já nafna það væri nú ekki amalegt að hafa númerið hjá barnalandsleigubílstjóranum ;)


En já Lil ég held að síminn þinn sé Timberlaketussa!

Ég verð núað segja að það vantar alveg nýtt blogg hér og það sem meira er hvar eru kanínubrandararnir.

Skrifa ummæli