Li|iana on Ice: Blóðug leiðindi!

« Home | Jamm » | Ekki dáin » | Sólböð og svefnlyf » | Væmni hf » | Jamm já » | Brupps » | Havin' me some fun tonite! » | Djöfulsins fikt! » | Myndafærsla » | Block? » 

föstudagur, ágúst 05, 2005 

Blóðug leiðindi!

Mér leiðist svo mikið að ég er hættulega nærri því að fara að plokka af mér skapahárin, bara til að hafa eitthvað að gera! Hvað er með alla þessa bloggara sem ég þekki, enginn þeirra hefur sóma í sér til að drulla frá sér einni færslu þegar ég er í svo örvæntingarfullri leit að einhverju til að gera! Urga!
Ég fer ekki í atvinnuviðtalið fyrr en á mánudagsmorguninn, svo það þýðir að ég verð í svona flippi alla helgina af stressi og ég sé fram á að hafa allt of lítið að gera til að fixa þetta eirðarleysi! Reyndar var Nóní eitthvað að reyna að pumpa mig með sér í karaoke í kvöld en ég veit ekki hvernig það fer, þarf sennilega að redda pössun ef út í það fer því mig grunar að kallinn sé að fara á eitthvað strákafyggleí, í það minnsta heyrðist það mér á honum. Ég væri alveg til í að gera þetta með kellingunni, allt of langt síðan maður hefur eyðilagt tónlistarást fyrir fólki!

Er að spá í að fara að hengja út þvott núna, ég er alveg að tapa mér hérna! Hana! Þarna sjáið þið hversu langt ég er leidd!

kíktu á mitt blogg http://blog.central.is/hotgaur

Skrifa ummæli