Sólböð og svefnlyf
Jæja ég er víst enn á lífi, ykkur eflaust til ómældrar hamingju.
Ég er nýlega komin heim úr kvikmyndahúsi, hvar ég gerði þau reginmistök að sjá Sin City - asninn ég að taka mark á dómum annara á bíómyndum! Það er búið að lofa rassgatið upp á þessari mynd út um allt og ég ákvað að vera einu sinni soldið eins og allir hinir og prófa!
Ég hef ALDREI verið eins hættulega nálægt því að sofna í bíó og akkúrat í kvöld... og ég var ekki einu sinni syfjuð!
Ef einhver vill hengja sig í mína ómótstæðilegu meiningu þá gef ég henni hálfa stjörnu af fimm mögulegum, og það einvörðungu vegna þess hvað manni líður eins og maður hafi verið að skoða hasarteiknimyndasögu ókominn niður af sýrutrippi og bara tapast inn í hana!
Hmmm... þegar ég hugsa málið þá er það að villast inn í teiknimyndabók nokkuð sem ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á að gera og tilhugsunin um það á örugglega eftir að valda mér mikilli sálarangist næstu daga! Best að taka bara hálfu stjörnuna til baka þá!
Núll stjörnur á þig, leiðinlega mynd! *ULL* Njaaa... á ég ekki að klína einum stjörnuarmi kannski á hana út af því hvað Clive Owen er mikið hunk-a-meat í henni! Ok, ég geri það og þar við situr. Ég hefði svo verið sáttari hefði ég notað 2-fyrir-1-í-boði-Kolbrúnar á einhverja froðu á borð við Mr. and Mrs. Smith, fjárinn forði mér!
Það merkilegasta við þessa lífs(ó)reynslu er að Tony var mun fjær því að sofna en ég, og það þrátt fyrir að vera að glíma við alvarleg svefnvandamál þessa dagana. Nú er ég í svo verklegu "fríi" og þá hef ég þann háttinn á að vera ekkert að druslast í háttinn fyrr en þetta um 2-3 leitið á nóttunni og hann á eitthvað bágt með það að ná að sofna á kvöldin án mín sér við hlið og þegar hann loksins sofnar er hann hrökkvandi upp í tíma og ótíma, valdandi mér hjartsláttartruflunum í hvert sinn - þ.e. ef ég er þá komin inn... Jæja út af þessu er hann óttalega tuskulegur alltaf í vinnunni... ef hann yfir höfuð nær að pumpa sig upp úr rúminu á morgnana og koma sér þangað á réttum tíma!
Svo kemur hann heim og er ómannlega leiðinlegur og fýldur, sem er kannski ekkert furðulegt vegna þess hversu illa fyrir kallaður sökum svefnleysis hann er, og þess að það virðist ekki vera neinn réttur kantur á rúminu okkar sem hann getur farið framúr á!
Ég er á mínum verstu stundum hættulega nærri því að berja hann í augað með marmarakertastjaka, svo ótrúlega getur þetta grey pirrað mig. En ég hef til allrar hamingju ekki gert það ennþá, hef náð að halda mér frá þess háttar ofbeldi með að kyrja í búddistastíl "þúertekkertbúinnaðsofaogégelskaþigeinsogþúert, þúertekkertbúinnaðsofaogégelskaþigeinsogþúert, þúertekkertbúinnaðsofaogégelska..."
Svo hann druslaðist í dag til læknis til að ræða þetta vandamál sitt (ekki það að ég vilji lemja hann með skrautmunum, heldur að hann getur ekki sofið almennilega) og doksi fixaði honum eitthvað dóp sem á að fá hann til að sofna á guðlegum tíma hvort sem hann vill eða ekki, og veita værari nætursvefn þegar Óli Lokbrá hefur loks náð að grafa hann í einhverju draumadufti eða hvað það nú er sem hann er rótandi alltaf út um allt...
Jæja annars er þetta bara allt voða næs og rólegt þessa dagana, ég rembist við að missa ekki tökin á tilverunni í þessu aðgerðarleysi hérna, sérstaklega í dag eftir að mosinn minn er farinn í bústað með ömmu sinni... Ég er hálf rugluð barasta að vera ekki að svara í dyrasímann á átján mínútna fresti allan daginn! Gerði heiðarlega tilraun í dag til að ná mér í lit á kroppinn og lá úti í sólbaði í hæfilega langan tíma til að verða eins og sparigrís á litinn en ekki nógu lengi til að verða eins og gömul leðurtaska (takk Linda fyrir þennan skemmtilega frasa)... Hvenær ætla ég að sætta mig við það að ég VERÐ EKKI BRÚÚÚÚÚN!!!! Ég þarf að fara að meðtaka þann fróðleik einn góðan veðurdag, og það vonandi áður en ég fer að þjást af húðkrabba á hæsta stigi!! Ég er bara orðin svo þreytt á að þurfa nánast að fá fólk til að setja upp logsuðuhjálma þegar það er nálægt mér til að blindast ekki af hvítleika mínum, og langar að verða hraustlega útitekin!
Allavega er þetta "renna-saman-við-hvíta-lakið-mitt-og-týnast-í-bólförum" -lúkk ekki alveg það sem ég er mest hrifin af! Ég vil hins vegar ekki líta út eins og zebrahestur heldur og forðast því allt sem getur kallast brúnkukrem/klútar/sprey/klefar eins og Stórubólu! Kannski ég ætti bara að gera magninnkaupasamning við einhverja snyrtivöruheildsölu og kaupa meik í lítravís?
Ég fór í píupartí á laugardagskvöldið hjá Röggubeibí, það var rooosalega gaman! Já, sko það var mjög gaman þegar okkur tókst að rata gegnum völundarhúsið Hafnarfjörð til að finna híbýli hennar! Það var sullað í alls konar guðaveigum og rabbað og sungið og trallað og bara allt óskaplega skemmtilegt! Sérstaklega vegna þess að alltaf þegar umræður hér og hvar urðu of óbærilegar gat ég alltaf fundið einhverja rugludalla til að ræða við um getnaðarlimi, sem eru -let's face it- mun skemmtilegra umræðu en Jesús og lærisneiðarnar eða á hvaða hátt okkur kvenfólkinu hefur tekist að kreista mannverur úr píkunum á okkkur! Bara sorrí, verð að segja það! Semsagt, ég og the gellz og Jesús og lærisneiðarnar og píkurnar okkar allra að ógleymdum ROLF skemmtu sér konunglega (ætla ég að vona) og ég komst nokkurn veginn ósködduð heim til mín um nóttina. Þó ekki fyrr en ég hafði vökvað Reykjanesbrautina rækilega með magainnihaldinu mínu (takk sadistaleigubílstjórafífl). Ég átti líka nokkuð hressilegar samræður við Gústa (Gustavsberg fyrir lengiaðfattafólk) eftir að heim var komið, en ég vil meina að þær samræður hafi verið það sem bjargaði mér frá óbærilegri þynnku á sunnudaginn. Ég vaknaði í fínasta formi og langaði ekki einu sinni í sveittan mat, sem er alltaf öruggasta merkið um það að ég hef farið yfir strikið í söngvatnsinntöku!
Já svona er lífið hjá mér um þesar mundir, um helgina ætlum við Tony að rúlla að Úlfljótsvatni og eyða verslunarmannahelginni hjá Lindu og hennar óektamaka, ég á örugglega eftir að sakna Gústa þar! Góðar stundir allesammen!
Ég er nýlega komin heim úr kvikmyndahúsi, hvar ég gerði þau reginmistök að sjá Sin City - asninn ég að taka mark á dómum annara á bíómyndum! Það er búið að lofa rassgatið upp á þessari mynd út um allt og ég ákvað að vera einu sinni soldið eins og allir hinir og prófa!
Ég hef ALDREI verið eins hættulega nálægt því að sofna í bíó og akkúrat í kvöld... og ég var ekki einu sinni syfjuð!
Ef einhver vill hengja sig í mína ómótstæðilegu meiningu þá gef ég henni hálfa stjörnu af fimm mögulegum, og það einvörðungu vegna þess hvað manni líður eins og maður hafi verið að skoða hasarteiknimyndasögu ókominn niður af sýrutrippi og bara tapast inn í hana!
Hmmm... þegar ég hugsa málið þá er það að villast inn í teiknimyndabók nokkuð sem ég hef aldrei haft nokkurn áhuga á að gera og tilhugsunin um það á örugglega eftir að valda mér mikilli sálarangist næstu daga! Best að taka bara hálfu stjörnuna til baka þá!
Núll stjörnur á þig, leiðinlega mynd! *ULL* Njaaa... á ég ekki að klína einum stjörnuarmi kannski á hana út af því hvað Clive Owen er mikið hunk-a-meat í henni! Ok, ég geri það og þar við situr. Ég hefði svo verið sáttari hefði ég notað 2-fyrir-1-í-boði-Kolbrúnar á einhverja froðu á borð við Mr. and Mrs. Smith, fjárinn forði mér!
Það merkilegasta við þessa lífs(ó)reynslu er að Tony var mun fjær því að sofna en ég, og það þrátt fyrir að vera að glíma við alvarleg svefnvandamál þessa dagana. Nú er ég í svo verklegu "fríi" og þá hef ég þann háttinn á að vera ekkert að druslast í háttinn fyrr en þetta um 2-3 leitið á nóttunni og hann á eitthvað bágt með það að ná að sofna á kvöldin án mín sér við hlið og þegar hann loksins sofnar er hann hrökkvandi upp í tíma og ótíma, valdandi mér hjartsláttartruflunum í hvert sinn - þ.e. ef ég er þá komin inn... Jæja út af þessu er hann óttalega tuskulegur alltaf í vinnunni... ef hann yfir höfuð nær að pumpa sig upp úr rúminu á morgnana og koma sér þangað á réttum tíma!
Svo kemur hann heim og er ómannlega leiðinlegur og fýldur, sem er kannski ekkert furðulegt vegna þess hversu illa fyrir kallaður sökum svefnleysis hann er, og þess að það virðist ekki vera neinn réttur kantur á rúminu okkar sem hann getur farið framúr á!
Ég er á mínum verstu stundum hættulega nærri því að berja hann í augað með marmarakertastjaka, svo ótrúlega getur þetta grey pirrað mig. En ég hef til allrar hamingju ekki gert það ennþá, hef náð að halda mér frá þess háttar ofbeldi með að kyrja í búddistastíl "þúertekkertbúinnaðsofaogégelskaþigeinsogþúert, þúertekkertbúinnaðsofaogégelskaþigeinsogþúert, þúertekkertbúinnaðsofaogégelska..."
Svo hann druslaðist í dag til læknis til að ræða þetta vandamál sitt (ekki það að ég vilji lemja hann með skrautmunum, heldur að hann getur ekki sofið almennilega) og doksi fixaði honum eitthvað dóp sem á að fá hann til að sofna á guðlegum tíma hvort sem hann vill eða ekki, og veita værari nætursvefn þegar Óli Lokbrá hefur loks náð að grafa hann í einhverju draumadufti eða hvað það nú er sem hann er rótandi alltaf út um allt...
Jæja annars er þetta bara allt voða næs og rólegt þessa dagana, ég rembist við að missa ekki tökin á tilverunni í þessu aðgerðarleysi hérna, sérstaklega í dag eftir að mosinn minn er farinn í bústað með ömmu sinni... Ég er hálf rugluð barasta að vera ekki að svara í dyrasímann á átján mínútna fresti allan daginn! Gerði heiðarlega tilraun í dag til að ná mér í lit á kroppinn og lá úti í sólbaði í hæfilega langan tíma til að verða eins og sparigrís á litinn en ekki nógu lengi til að verða eins og gömul leðurtaska (takk Linda fyrir þennan skemmtilega frasa)... Hvenær ætla ég að sætta mig við það að ég VERÐ EKKI BRÚÚÚÚÚN!!!! Ég þarf að fara að meðtaka þann fróðleik einn góðan veðurdag, og það vonandi áður en ég fer að þjást af húðkrabba á hæsta stigi!! Ég er bara orðin svo þreytt á að þurfa nánast að fá fólk til að setja upp logsuðuhjálma þegar það er nálægt mér til að blindast ekki af hvítleika mínum, og langar að verða hraustlega útitekin!
Allavega er þetta "renna-saman-við-hvíta-lakið-mitt-og-týnast-í-bólförum" -lúkk ekki alveg það sem ég er mest hrifin af! Ég vil hins vegar ekki líta út eins og zebrahestur heldur og forðast því allt sem getur kallast brúnkukrem/klútar/sprey/klefar eins og Stórubólu! Kannski ég ætti bara að gera magninnkaupasamning við einhverja snyrtivöruheildsölu og kaupa meik í lítravís?
Ég fór í píupartí á laugardagskvöldið hjá Röggubeibí, það var rooosalega gaman! Já, sko það var mjög gaman þegar okkur tókst að rata gegnum völundarhúsið Hafnarfjörð til að finna híbýli hennar! Það var sullað í alls konar guðaveigum og rabbað og sungið og trallað og bara allt óskaplega skemmtilegt! Sérstaklega vegna þess að alltaf þegar umræður hér og hvar urðu of óbærilegar gat ég alltaf fundið einhverja rugludalla til að ræða við um getnaðarlimi, sem eru -let's face it- mun skemmtilegra umræðu en Jesús og lærisneiðarnar eða á hvaða hátt okkur kvenfólkinu hefur tekist að kreista mannverur úr píkunum á okkkur! Bara sorrí, verð að segja það! Semsagt, ég og the gellz og Jesús og lærisneiðarnar og píkurnar okkar allra að ógleymdum ROLF skemmtu sér konunglega (ætla ég að vona) og ég komst nokkurn veginn ósködduð heim til mín um nóttina. Þó ekki fyrr en ég hafði vökvað Reykjanesbrautina rækilega með magainnihaldinu mínu (takk sadistaleigubílstjórafífl). Ég átti líka nokkuð hressilegar samræður við Gústa (Gustavsberg fyrir lengiaðfattafólk) eftir að heim var komið, en ég vil meina að þær samræður hafi verið það sem bjargaði mér frá óbærilegri þynnku á sunnudaginn. Ég vaknaði í fínasta formi og langaði ekki einu sinni í sveittan mat, sem er alltaf öruggasta merkið um það að ég hef farið yfir strikið í söngvatnsinntöku!
Já svona er lífið hjá mér um þesar mundir, um helgina ætlum við Tony að rúlla að Úlfljótsvatni og eyða verslunarmannahelginni hjá Lindu og hennar óektamaka, ég á örugglega eftir að sakna Gústa þar! Góðar stundir allesammen!