Li|iana on Ice: Tony veltir fyrir sér...

« Home | Dauði og djöfull! » | Komið að því » | » | Detti mér allar dauðar... » | Já eruð þið ekki stolt af mér? » | Síðbúið kanínusjálfsmorð » | Trúarbrögð og lakkrísát » | Hvernig dey ég? » | Kósíheit í Búðardal » | Langt síðan síðast » 

miðvikudagur, júní 01, 2005 

Tony veltir fyrir sér...

...hvort íslenskir veðurfræðingar fari á sérstakt námskeið í leiðinlegheitum? Nú er það þannig að við höfum yfirleitt kveikt á sjónvarpinu til að heyra fréttirnar á meðan við borðum kvöldmatinn, en þegar fréttunum lýkur taka náttúrulega veðurfréttir við og þá stynur minn maður og rymur hátt, skellir hnífapörunum í borðið með látum og strunsar svo fram í stofu til að slökkva á sjónvarpinu. Ég held, grínlaust, að hann sé með ofnæmi fyrir mónótónísku muldrinu í þessu fólki, því hann breytist alltaf í ófreskju þegar það byrjar að tuða.

Ég held að hann sé í fullum rétti til að hringja í Ríkisútvarpið og fara fram á að þessi stétt verði send í "reconditioning" svona eins og í Brave New World, þar sem það eignast PERSÓNULEIKA! Hann getur borið því við að hann sé með slæmt ofnæmi!! Það virðist vera nóg á þessum tímum til að losna við allt sem manni líkar ekki við!

Tengist þetta eitthvað að það er ekki spáð nógu góðu veiðiveðri ??

gaman að sjá að þú ert lifnuð við fyndin sagan með stúdentinn

LOL Ellen, nei ég held að þetta eigi sér örlítið djúpstæðari rætur en svo... Kannski er vandinn að veðurgellurnar í Norge eru allar ca 20 ára ljóshærðar og brjóstgóðar gellur og honum líkar illa við þessa massívu breytingu! :D

Og hæ Sandy mín! Jú ég er sprelllifandi, fór bara í bloggfrí í smástund (já eða tvo mánuði!)

LOL, hvað líst honum ekki nógu vel á Sigga storm ?? Skil það ekki, finnst hann svo sexý með bumbuna sína á skjánum ....

Hvernig lýst honum þá á veðurfréttirnar á gömlu gufunni (Útvarp)???

hæ þú þarna ég er orðin nettengd jahú

hehe þetta veðurdæmi hjá Tony er bara alveg hárrétt, það eru dauðar raddirnar á rúv, en hafiði prufað að stilla á fréttir og veður á stöð 2, það er skemmtilegri veðurfræðingar þar,

Á bara að tala um veðrið í allt sumar núna er ég loksins orðin nettengd og þá vil ég fá blogg frá þér takk

Skrifa ummæli