Li|iana on Ice: Langt síðan síðast

« Home | Brúður frá helvíti! » | Kanínusjálfsmorð dagsins » | Fyrirskipanir kvöldsins » | Kanínusjálfsmorð dagsins » | Ég er svo sexí!! » | Kanínusjálfsmorð dagsins » | Mjólk, anyone? » | Kanínusjálfsmorð dagsins » | Að gefnu tilefni... » | Kanínusjálfsmorð dagsins » 

sunnudagur, mars 20, 2005 

Langt síðan síðast

Já ég ætla ekkert að reyna að þræta fyrir það eða bera á borð fyrir ykkur einhverjar afsakanir, en ég hef bara hreinlega ekkert bloggað í lengri tíma. En nú er ég að því. Færslan verður ekki merkileg, en vonandi getur hún þvælt svolitlu brosi á fésin á þeim sem hana lesa. "Ekki merkileg" segi ég, vegna þess að hún er alfarið og algerlega stolin. Ég ætla þó að vera svolítið sæt í mér og bjóða upp á heimildalista í lok færslu. Og hér koma svo herlegheitin:

"Eins og allir vita verða sumir algerlega hömlulausir þegar kynhvötin tekur völdin og því hefur löggjafinn orðið að setja ýmis lög og reglur í veikri von um að geta hamið þessar sterku kenndir. Þegar litið er á löggjöf Bandaríkjanna um þessi efni fer maður að efast um að Íslendingar hafi hugað nógsamlega að þeim hættum sem þarna leynast. Í einstökum ríkjum Bandaríkjanna eru til dæmis eftirfarandi lög í gildi:

DÝR
Elgum er óheimilt að eðla sig á götum úti (Fairbanks, Alaska)
Köttum og hundum er óheimilt að eðla sig án leyfis (Ventura County, Kalifornía)
Svínum er óheimilt að eðla sig á yfirráðasvæði flugvalla (Texas)

BÍLAR
Ef lögreglumann grunar að samfarir eigi sér stað í vélknúnu ökutæki verður hann að flauta þrisvar og bíða í tvær mínútur áður en hann nálgast ökutækið (Idaho)
Handtaka má fólk sem þeytir bílflautu (viljandi eða óviljandi) meðan það nýtur ásta í bíl (New Jersey)
Óheimilt er að njóta ásta í bíl meðan á hádegishléi í vinnu stendur nema í honum séu gluggatjöld (New Mexico)
Óheimilt er að fróa sér á meðan horft er á fólk njóta ásta í bíl (Oklahoma)
Óheimilt er að njóta ásta með vörubílstjóra á tollstöð (Pennsylvania)
Konum er óheimilt að njóta ásta með körlum meðan verið er að flytja þær með sjúkrabíl (Utah)

NEKT
Sundfataklæddum konum er óheimilt að láta sjást til sín á hraðbrautum nema þær séu annað hvort í fylgd tveggja lögreglumanna eða vopnaðar kylfu (Kentucky)
Hóteleigendum ber að láta alla gesti hafa hreinan, hvítan náttserk og gestum er óheimilt að njóta ásta nema þeir klæðist serknum. (Nebraska)
Konum er óheimilt að dansa uppi á barborðum nema föt þeirra vegi að minnsta kosti 2,5 kg (Montana)
Konum er óheimilt að afklæða sig fyir framan ljósmynd af karlmanni (Ohio)

MATUR
Körlum er óheimilt að sænga hjá konu sinni ef þeir lykta af kvílauk, lauk eða sardínum (Minnesota)
Körlum er óheimilt að drekka meira en þrjá bjórsopa á meðan þeir eru uppi í rúmi með konu sinni (Iowa)
Óheimilt er að njóta ásta uppistandandi í kæliklefum stórmarkaða (Wyoming)

VOPN, VEIÐAR OG VERJUR
Körlum er óheimilt að hleypa af byssu á meðan ástkona þeirra fær fullnægingu (Wisconsin)
Óheimilt er að njóta ásta á meðan stundaðar eru fisk- eða skotveiðar á brúðkaupsdaginn (Illinois)
Óheimilt er að njóta ásta án þess að nota smokk (Nevada)
Óheimilt er að selja smokka í sjálfsölum nema á stöðum þar sem áfengi er selt og þess neytt á staðnum (Maryland)

KURTEISI
Körlum er óheimilt að slá eiginkonur sínar með leðurbelti sem er breiðara en 2 þumlungar (u.þ.b. 5 sm) nema að undangengnu samþykki hennar (Los Angeles, Kalifornía)
Óheimilt er að hafa samfarir nema í hinni viðurkenndu "trúboðastellingu" (Washington D.C og Montana)
Körlum er óheimilt að blóta á meðan þeir njóta ásta með konu sinni (Oregon)
Ho´teleigendum er skylt að hafa að lágmarki tvö fet á milli rúma á hótelherbergjum og fólkti er óheimilt að njóta ásta á gólfinu milli rúmanna. Hjónarúm eru óleyfileg (Suður-Dakóta)
Óheimilt er undir öllum kringumstæðum að njóta ásta með óspjallaðri mey - brúðkaupsnóttin er engin undantekning (Washington)"


Þessi listi er tekinn úr bókinni "Náðhúsið 2004" eftir Gústaf S. Berg, sem gefin var út af Vöku-Helgafelli í Reykjavík árið 2004

það er greinilega ekki það auðveldastaa ð ætla sér að missa meydóminn í Washington, er að spá í að stela þessu að síðunni þinni ef þér er sama svona fyrir það fólk sem þekkir mig en ekki þig. Þetta er svo sniðugt

Þetta er algjör snilld... ég sé fyrir mér sundfataklæddar konur vopnaðar kylfu í Kentucky...
og slatta af hreinum meyjum í Washington :o)

Skrifa ummæli