Li|iana on Ice: Að gefnu tilefni...

« Home | Kanínusjálfsmorð dagsins » | Já já! » | Loller dagsins » | Ekki alslæmt nei » | Fyrirsögn! » | Er að prófa hello forritið bara, ekki taka mark á ... » | Í tilefni af færslu á blogginu hennar Kolbrúnar, s... » | Ef þig vantar að drepa tíma... » | Tvífarar » | Glöð núna » 

fimmtudagur, mars 10, 2005 

Að gefnu tilefni...

...þá finn ég mig knúna til að lýsa því yfir að helvítis skemmtiferðin sem ég ætlaði að fara í til Kanada í sumar verður ekki farin í þeim tilgangi að stunda sóðalegt kynsvall og framhjáhaldsorgíur! Ég á góðan vin og ætla að heimsækja hann. Það er allt og sumt, fjárinn hafi það!

Gerið sjálfum ykkur greiða, stingið gat á hljóðhimnurnar, hellið vítisóta inn í eyrun á ykkur og hristið hausinn duglega! Það getur ekki annað verið en að heilinn á ykkur þarfnist duglegrar hreinsunar fyrst þið getið ekki hugsað hreinlegar en þetta! Ég á bágt með að ímynda mér að fólk hefði lagt sig fram um að hugsa svona sóðalega um mig ef ég hefði tilkynnt að ég ég ætlaði að hitta kvenkyns pennavin þarna úti! -Og þó, hann er greinilega svona rotinn í ykkur þankagangurinn að það er aldrei að vita nema þið hefðuð þá bara hugsað að ég ætlaði að pakka með mér átján áspennigöndlum og sleipiefni!

*Li|iana í fýlu!*