Li|iana on Ice: Fyrirsögn!

« Home | Er að prófa hello forritið bara, ekki taka mark á ... » | Í tilefni af færslu á blogginu hennar Kolbrúnar, s... » | Ef þig vantar að drepa tíma... » | Tvífarar » | Glöð núna » | Aukaverkanir flensunnar » | Erm... gott að vita? » | Ég komst að því í gær hvað ég er ótrúlega heppin, ... » | Ljóð » | Ögh » 

þriðjudagur, mars 08, 2005 

Fyrirsögn!

Ég er nú ekki búin að vera neitt allt of dugleg við að blogga undanfarið, enda hefur með eindæmum lítið verið að gerast hjá mér. Þar fyrir utan var ég dugleg við að vaka og tjútta um helgina, svo ég hef ekki beinlínis verið í besta forminu fyrir einhverjar færslur. Meira um tjúttið síðar...
En mér leiddist svo að koma inn á síðuna svona eins alltaf hreint, svo ég ákvað að gera eitthvað í málunum núna.

Jamm, mér datt sem sagt í hug að segja ykkur frá útlandaferðinni minni í sumar! Jább, Li|iana ætlar að bregða undir sig betri fætinum (þeim með húðflúrinu á) og skella sér yfir Atlantshafið! Ég ætla að rúlla mér til kunningja míns í Quebec í Kanada, sem ég kynntist á hinu heimilinu mínu . Og þar sem ég bý nú á þessu skítaskeri þar sem eitt sadistaflugfélag er í fullu valdi til að taka landsmenn þversum í þurrt rassgatið hvað varðar flugfargjöld þá geri ég fastlega ráð fyrir að taka túrinn nokkrum sinnum út á götuhorn til að safna í ferðasjóðinn...
Málið er að miðinn mun kosta mig litlar 93.500 ISK (eða 1.541 USD, 1.165 EUR, 804 GBP, 1.898 CAD, 8.675 DKK, 9.583 NOK, 10.537 SEK, 1.805 CHF eða 161.736 JPY - svona bara eftir því í hvaða gjaldmiðli þér þykir þægilegt að hugsa), og fyrir venjulega gellu eins og mig þá er það umtalsverð fjárhæð! En allavega, það lítur út fyrir að útferðarleyfið sé fengið hjá kallinum, sem og fjárveiting frá fjármálaráðherra (það er kallinn líka), svo ég get ekki sagt annað en að ég sé bara farin að hlakka til! Planið er að fljúga út þann 25. júní og koma heim aftur 9. júlí, svo þetta verða tvær vikur af kanadísku fjöri ef allt gengur að óskum!
Ég ætla að gera alls konar bull, eins og að smakka eitthvað sem heitir "poutine", sem eftir því sem ég kemst næst er nokkurn veginn bara hjartaáfall í skál! Ég veit ekki alveg hvernig það fer allt saman, en ég er viss um að reynslan verður áhugaverð :D Ég hef séð myndir af þessu dóti og það lítur í sannleika sagt frekar út eins og eitthvað sem einhver er búinn að borða (sennilega á djamminu) og hefur þvínæst losað sig við stystu leið, fremur en eitthvað sem er ætlað til átu... Þannig að þetta á eftir að verða einstaklega spennandi! Ef þig langar að vita meira um þetta rusl og er nokkurn veginn sjálfbjarga á ensku (sorrí mamma mín) þá geturðu skoðað eitthvað um það hérna, hérna og hérna. ;)
Fyrir utan þessa matarkúltúrtilraun mun standa yfir jazzhátíð á meðan ég er þarna, nokkuð sem ég hlakka mikið til að verða vitni að, svo er einhver alþjóðleg flugeldakeppni sem gæti verið fróðleg (sem sagt til samanburðar við venjulegt gamlárskvöld á Íslandi) og svo að sjálfsögðu 1. júlí, sem er svona nokkurs konar þjóðhátíðardagur þeirra þarna úti. Svo er þetta náttúrulega sá gáfaði hluti þessarrar heimsálfu sem hefur ákveðið að tala frönsku í stað ensku, svo að ef til vill á ég eftir að læra að segja eitthvað spennó! Fyrir utan það er ekkert sérstakt á dagskránni ennþá, ég treysti Eric fullkomlega til að setja upp plan fyrir mig...
Í það minnsta veit ég að ég á ekki eftir að verða uppiskroppa með umræðuefni, því ég get þó alltaf skemmt mér stórkostlega við að rakka niður Bandaríkjamenn, því mér skilst að það sé aðal áhugamál þessarrar þjóðar! :D

Yfir og út!

Ég er lítill nakinn rauður púki sem kemst vel fyrir í hanfarangri og stækka í eðlilega stærð þegar við á, svo please take me with you :Þ

Ó vá það væri ekki leiðinlegt! En sko... ég verð með handfarangurinn upptekinn fyrir allsk konar dót, svo ég held að það sé því miður ekki pláss. En ef þú nennir að koma út á horn með mér nokkur kvöld og lofar að stela ekki miklum viðskiptum frá mér þá gætirðu komið með! :D

Hæ hvað er þetta annað heimili þitt fór á þessa síðu og fattaði nú ekki alveg hvað þetta var en skoðaði samt ekki mikið

Sandra, Sandra, Sandra mín... :D

Jæja, það er nú kannski skiljanlegt að þú fattaðir þetta ekki - ég hef enga útskýringu gefið á því... :S Allavega, þá er þetta spilið Catan sem hægt er að spila á netinu, og í kringum það er allur andskotinn annar líka, eins og stigakerfi og spjall og svona stuð :)

(Hmmm... fatta núna að þessar upplýsingar hjálpa þér sennilega afar lítið nema þú vitir hvað Catan er... en ef þú veist það ekki og vilt fræðast þá er útskýring hérna.)
Góðar stundir.

Skrifa ummæli