Li|iana on Ice: nóvember 2006

sunnudagur, nóvember 19, 2006 

Flutningar og læti

Jæja ég ákvað að prófa 123.is, þar er öllu heilbrigðari læsing í gangi. Nýja heimilið verður sem sagt á http://123.is/Liliana og það er minnsta mál í heimi að redda leyniorðinu, bara láta í sér heyra. Adjö.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006 

Læsing?

Mig er loksins farið að langa til að blogga aftur. En mig langar ekki lengur til að blogga fyrir hvaða Jón og Gunnu, pípara, prest eða hóru sem hingað villist inn. Svo ég fór að velta því fyrir mér að læsa pleisinu bara fyrst blogger er farinn að bjóða upp á það. Gallinn er að þá get ég bara veitt gmail-notendum aðgang að svæðinu. Og svo allt of margir af vinum mínum og fjölskyldumeðlimum eru fullkomlega tölvufatlaðir. Ég myndi ekki treysta þeim til að finna shift-takkann á lyklaborðinu sínu, hvað þá verða sér úti um heilt tölvupóstfang!
What to do, what to do?

laugardagur, nóvember 11, 2006 

Fleh..

Ný tölva. Jammz. Voða flott og fín og svaka gaman að pikka á hana. Verst að ég hef ekkert að segja. Svo hér er sjálfspróf:

Your Eyes Should Be Hazel

Your eyes reflect: Intellect and sensuality

What's hidden behind your eyes: Subtle manipulation