Li|iana on Ice: Já já!

« Home | Loller dagsins » | Ekki alslæmt nei » | Fyrirsögn! » | Er að prófa hello forritið bara, ekki taka mark á ... » | Í tilefni af færslu á blogginu hennar Kolbrúnar, s... » | Ef þig vantar að drepa tíma... » | Tvífarar » | Glöð núna » | Aukaverkanir flensunnar » | Erm... gott að vita? » 

miðvikudagur, mars 09, 2005 

Já já!

Ég geri mér sko fyllilega grein fyrir því að ég er að pósta allt of mikið í dag, en ég er aaaalein heima með hita og hálsbólgu frá helvíti, svo mér leiðist! Bömmer!
Svo eru allir sem ég þekki eitthvað svo uppteknir og þvíumlíkt, svo enginn getur reddað mér anti-leiðindafixi. Hey, ég á vin í Finnlandi sem heitir Antti, kannski getur hann gert eitthvað anti-eitthvað! Ætli hann sé á móti öllu? ...
Ég ligg uppi í rúmi með lappann minn, er búin að sofna og vakna aftur, sofna svo upp á nýtt og svo var ég aftur að vakna núna. Ég fæ mig ómögulega til að standa upp og fá mér kaffi, ég nenni ekki einu sinni að reisa mig betur upp í rúminu til að fá betri stuðning við bakið, þess vegna er ég alveg að drepast í því. Þar fyrir utan nenni ég ekki einu sinni að spila Catan á netinu eða hanga og lesa skítinn sem vellur upp úr barnalandskellingunum, svo ég hlýt að vera þónokkuð mikið sjúk!

Við Tony horfðum á Collateral í gærkvöldi, þvílíka flottheitamyndin! Hún kom mér verulega á óvart, verð að játa að ég hoppaði ekkert hæð mína í loftu upp í fullum herklæðum (eða aumingjabuxum og nærbol) þegar minn heittelskaði ástmaður kom með hana heim af leigunni. Ég var alveg viss um að núna væri hann bara að hefna sín vegna þess að ég lét hann horfa á The Notebook með mér á konudaginn! Ég hélt að þetta væri bara enn ein skjóti-skjót, keyri-voða-hratt-á-flótta, drepi-drep, leigumorðingjamynd, en annað kom sem betur fer á daginn. Jaimie Foxx er óðum að verða uppáhalds leikarinn minn, náunginn er bara frábær! Allavega, það tók verstu óþægindin úr veikindunum sem voru að hellast í mig í gærkvöldi með tilheyrandi svita/skjálftaköstum.

Ég er illa pirruð yfir því að vera orðin veik aftur, ég hélt að núna væri þetta endanlega búið loksins og að ég gæti farið að strjúka mér um frjálst höfuð á ný, en nei, það virðist heldur en ekki vera útilokað að ég eigi yfir höfuð að fá að ljúka þessari önn. Andskotinn hafi það! Og það versta er að þegar ég ligg eins og núna, með 39 stiga hita (á celcius) þá er mér skítsama. Þá langar mig bara til að fá að komast í gegnum vökutímabilin án þess að fá mígreniskast og hlakka til þegar ég get dormað upp á nýtt. Hvað á ég eiginlega að gera???
Ég pantaði tíma hjá lækninum mínum; algerlega óhæfri konu sem á sjálfsagt eftir að senda mig heim með insúlín í kaffibrúsa, svo lítið virðist hún vita um sjúkdóma... En ég ætlaði allavega að láta tékka á mér, fjárinn hafi það, það getur ekki verið eðlilegt að vera að veikjast í þriðja skiptið á rúmum mánuði! ARGH!

Jæja ég er farin að svitna svo við þetta pikkerí að ég ætla að hvíla mig.

*Liliana er ekki hamingjusöm núna!*