Mjólk, anyone?
Mikið er ég ekki alveg að fatta fólk þessa dagana. Það er hreinlega eins og fólk sé pent að tapa sér í þessu blessaða verðstríði sem er í gangi. Fólk fjölmennir í búðirnar, vopnað buddunum sínum, og ef ekki vill betur til: sparibaukum barna sinna, til að ná sér í heilu vörubílafarmana af dóti! Og jafnvel dóti sem það hefur enga þörf fyrir!
Ég gerði þau mistök undanfarin þrjú kvöld stuttu fyrir klukkan sex að ætla að gerast sek um að versla í matinn. Var nú aldeilis kát yfir því að búa hérna steinsnar frá Krónunni og geta kannski náð mér í úrbeinaða grísaskanka og mjólk í kaffið fyrir spottprís. Svo mín rúllaði út, með hósta og hita.
GLÆÆÆTAN!!
Þvílíka og önnur eins geðfirringin! Fólk er að tapa sér! Ég sá ævafornt fólk með göngugrindur, búið að skreyta grindurnar sínar með innkaupapokum svo grindarræksnin svignuðu undan þyngdinni eins og ofhlaðin jólatré! Ég sá undirokaða eiginmenn, sem sendir höfðu verið að heiman með hjólbörurnar úr garðinum til að fylla þær af mjólk sem mig grunar að verslunin hafi á þeim tímapunkti verið farin að borga fólki fyrir að losa sig við. Ég sá reyttar og tættar húsmæður með börnin sín átta á eftir sér sem burðardýr, skipandi þeim að "koma andskotans pokunum í bílinn og labba svo heim!" -sjálfsagt vegna þess að eftir að bíldruslan hefði verið fyllt af pokum hefur ekki verið nokkuð pláss í henni fyrir blessuð börnin. Ég sá vanfærar konur kjagandi út, klyfjaðar eins og múlasna, vart göngufærar. Ég sá grátandi, týnda krakka, ég sá stressaða súkkulaðitöffara með hárgreiðsluna í hakki, ég sá örvinlan, ringulreið og kaos!
Ég rúllaði beinustu leið út í "Mína Verslun" og keypti þar mína grísaskanka og mjólk á morðverði, ég var ekki til í að leggja geðheilsuna að veði fyrir verðlækkunina. Og ég ætlaði svo sannarlega ekki að leggjast í þá firringu að tryllast endanlega og kaupa djöfuldóm af einhverjum andskota sem ég er ekki vön að kaupa yfir höfuð, bara vegna þess að nú kostaði það miklu minna en venjulega! NEI!
Í hamingjunnar bænum, náið taki á ykkur, elsku fólk!
Ég gerði þau mistök undanfarin þrjú kvöld stuttu fyrir klukkan sex að ætla að gerast sek um að versla í matinn. Var nú aldeilis kát yfir því að búa hérna steinsnar frá Krónunni og geta kannski náð mér í úrbeinaða grísaskanka og mjólk í kaffið fyrir spottprís. Svo mín rúllaði út, með hósta og hita.
GLÆÆÆTAN!!
Þvílíka og önnur eins geðfirringin! Fólk er að tapa sér! Ég sá ævafornt fólk með göngugrindur, búið að skreyta grindurnar sínar með innkaupapokum svo grindarræksnin svignuðu undan þyngdinni eins og ofhlaðin jólatré! Ég sá undirokaða eiginmenn, sem sendir höfðu verið að heiman með hjólbörurnar úr garðinum til að fylla þær af mjólk sem mig grunar að verslunin hafi á þeim tímapunkti verið farin að borga fólki fyrir að losa sig við. Ég sá reyttar og tættar húsmæður með börnin sín átta á eftir sér sem burðardýr, skipandi þeim að "koma andskotans pokunum í bílinn og labba svo heim!" -sjálfsagt vegna þess að eftir að bíldruslan hefði verið fyllt af pokum hefur ekki verið nokkuð pláss í henni fyrir blessuð börnin. Ég sá vanfærar konur kjagandi út, klyfjaðar eins og múlasna, vart göngufærar. Ég sá grátandi, týnda krakka, ég sá stressaða súkkulaðitöffara með hárgreiðsluna í hakki, ég sá örvinlan, ringulreið og kaos!
Ég rúllaði beinustu leið út í "Mína Verslun" og keypti þar mína grísaskanka og mjólk á morðverði, ég var ekki til í að leggja geðheilsuna að veði fyrir verðlækkunina. Og ég ætlaði svo sannarlega ekki að leggjast í þá firringu að tryllast endanlega og kaupa djöfuldóm af einhverjum andskota sem ég er ekki vön að kaupa yfir höfuð, bara vegna þess að nú kostaði það miklu minna en venjulega! NEI!
Í hamingjunnar bænum, náið taki á ykkur, elsku fólk!