Li|iana on Ice: Detti mér allar dauðar...

« Home | Já eruð þið ekki stolt af mér? » | Síðbúið kanínusjálfsmorð » | Trúarbrögð og lakkrísát » | Hvernig dey ég? » | Kósíheit í Búðardal » | Langt síðan síðast » | Brúður frá helvíti! » | Kanínusjálfsmorð dagsins » | Fyrirskipanir kvöldsins » | Kanínusjálfsmorð dagsins » 

þriðjudagur, apríl 05, 2005 

Detti mér allar dauðar...

Nei nú verð ég að játa mig gersamlega orðlausa! Ég er beinlínis hætt að botna í nokkrum sköpuðum hlut! Ástæðuna fyrir þessu mikla áfalli mínu getið þið séð hérna.

Nú á sem sagt að klína þessum dæmda glæpamanni (sem vel að merkja fékk lengri fangelsisdóm en flestir kynferðisbrotamenn á Íslandi fá) í svona stjórnunarstöðu!

Ég er algerlega á því að nú ætli ég bara að skokka mig niður í banka og ræna eins og einni vænni fúlgu fjár! Kannski ég drífi mig í BYKO í leiðinni og steli eins og 100 fermetrum af parketi eða eitthvað á bakaleiðinni, og skrá mig svo annað hvort í Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn fyrst ég verð í þessum útréttingum hvort eð er. Þá ætti ég að vera nokkuð örugg með að fá drulluvel launaða vinnu hvar sem ég vil, er það ekki?

Maður verður óneitanlega mjög afkáralegur í framan við svona fréttir. Það er svona undrunar-/vantrúar-/klígjusvipur. Og hann er ekkert sérlega aðlaðandi...
Oft hefur mann nú grunað það að klíkuskapur sé allt sem skiptir máli á Íslandi, en nú getum við endanlega parkerað öllum barnalegum hugmyndum þess efnis að það skipti einhverju minnsta máli að vera réttsýn manneskja, með góða menntun og yfirgengilega hæfni!
Ne-hei! Það að þekkja rétta fólkið og vera í rétta stjórnmálaflokknum er allt sem þú þarft.
Það virðist vera svo algerlega ómikilvægt hversu oft maður leyfir sér að renna harkalega á rassgatið og lenda í fangelsi og ég veit ekki hvað og hvað - svo lengi sem maður hefur réttu spottana til að toga í þá eru allir bara ánægðir með að gleyma öllu því sem maður hefur gert af sér, sópa hvaða drullu sem er undir teppið og ýta öllum heimsins beinagrindum beinustu leið inn í kústaskáp!

Glæpaönnum er launað skítlega eðlið með dúndurstöðum hér og þar, og öllum virðist vera alveg sama! Ég held sveimér þá að Íslendingar hafi tapað sér svolítið í þránni um að toppa alla sína höfðatölulista - því nú er sko ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur: takmarkið orðið að komast á topp listans yfir spilltustu þjóðir heims! Einræðisherrar og þjóðarmorðingjar úti í heimi munu ekki eiga nokkurn hlut í okkur þegar við höfum lokið okkur af. Mig grunar nefnilega sterklega að þegar Markúsi Erni verði sparkað úr útvarpsstjórastöðunni þá verði Grétari Sigurðarsyni plantað þar í hans stað. Og þegar Friðriki Sophussyni fer að finnast "stuðið" ekki nógu mikið í forstjórastóli Landsvirkjunar þá verður Steingrími Njálssyni án efa boðið að setjast þar.

Og svona fyrst við erum hvort eð er komin á þessa línu, hvers vegna kjósum við ekki bara Hákon Eydal til forseta þegar Óli Ragnar flýr land með Dorrit því Bobby Fischer verður búinn að úthúða henni svo mikið að þeim ofbýður??!!

*Li|iana hristir hausinn, yppir öxlum og ranghvolfir augunum*

Nákvæmlega !! Klapp fyrir þessum ágæta pistli. Alveg gjörsamlega sammála þér þarna

já ég er sko líka sammála þér, það skiptir engu máli hvort þú ert glæpamaður ef þú þekkir rétta fólkið, ég vissi það þegar þeir voru dæmdir ða þeir myndu samt fá fínar vinnur að þessu loknu. Duglegt réttsynt fólk með hagsmuni heildarinnar í huga og fólk sem vill öllum vel og hugsar um aðara en sjálfa sig, það má bara vinna við skeiningar á lélegum launum

http://internet.is/sandragudrun/bloggid/default.html
nýr linkur á síðuna mína

Gæti ekki verið meira sammála þér!

ertu hætt að blogga?

Skrifa ummæli