Li|iana on Ice: Djöfulsins fikt!

« Home | Myndafærsla » | Block? » | Í ögn betra skapi en síðast... » | Fólk er óþolandi! » | Tony veltir fyrir sér... » | Dauði og djöfull! » | Komið að því » | » | Detti mér allar dauðar... » | Já eruð þið ekki stolt af mér? » 

föstudagur, júlí 15, 2005 

Djöfulsins fikt!

Já ég var eitthvað að eiga við bloggið mitt í gær og skemmileggjaði eitthvað... Sem olli því að ég sat við tölvuna langt framyfir siðsamlegan háttatíma ungmeyja og var að reyna að laga það. Ég held að mér hafi tekist það nokkurn veginn en ég er samt ekki 100% viss. Mér sýnist enn vera eitthvað kjaftæði ef maður skoðar síðuna í Internet Explorer (sem er að sjálfsögðu bara RUSL), svo ég mæli eindregið með því að allir stökkvi nú til og nái sér í Mozilla Firefox, þ.e.a.s. ef þið eruð ekki búin að því. Í eldrebba sést síðan nefnilega alveg eins og hún á að vera og ekkert bull! Ég smellti inn svona hnappi hérna til hægri til að einfalda ykkur málið, smellið bara á hann og reddið málinu!

Já annars er ekki mikið að frétta, ég sit hérna sveitt við tölvuna að senda inn atvinnuumsóknir út um hvippinn og hvappinn, er að vonast til að ég nái að finna mér eitthvað að gera með haustinu.

Over and out!

Hvað ertu að kveina kona
það er allt í lagi með bloggið þitt!

Skrifa ummæli