Li|iana on Ice: Jamm já

« Home | Brupps » | Havin' me some fun tonite! » | Djöfulsins fikt! » | Myndafærsla » | Block? » | Í ögn betra skapi en síðast... » | Fólk er óþolandi! » | Tony veltir fyrir sér... » | Dauði og djöfull! » | Komið að því » 

þriðjudagur, júlí 19, 2005 

Jamm já

Er að fara að sofa núna... merkilegt að ég hafi lafað uppistandandi þetta lengi þó!
Var í marineringu í sófanum í kvöld með liðinu mínu. Þeir sem ekki vita hvað "marinering" er þá er það þegar maður situr bara í sófanum og horfir á sjónvarpið og gúffar í sig nammi.
Ég trítlaði á leiguna og sótti eitthvað til að marinera yfir og mundi þá allt í einu að ég átti alltaf eftir að sjá Ray og ákvað að bæta snarlega úr því. Segi ekki annað en að þetta er snilldarmynd sem þið ættuð sem flest að reyna að kíkja á við tækifæri. Jebb, segjum það þá! Nú er ég farin að kúra.