Li|iana on Ice: Jamm

« Home | Ekki dáin » | Sólböð og svefnlyf » | Væmni hf » | Jamm já » | Brupps » | Havin' me some fun tonite! » | Djöfulsins fikt! » | Myndafærsla » | Block? » | Í ögn betra skapi en síðast... » 

fimmtudagur, ágúst 04, 2005 

Jamm

Jæja var ég ekki búin að lofa færslu? Ég held það...
Veit ekki alveg hvað ég á samt að tala um, það er svo óskaplega viðburðalítið allt hjá mér þessa dagana.

Við fórum jú í sumarbústað um verslunarmannahelgina til Lindu og co. og urðum vel blaut í endalausri rigningu og ágætlega geðveik í endalausum klið - enda komu þarna í þennan litla bústað allt í allt 25 manns meðan á helginni stóð og þar sem veðrið var ekki akkúrat eitthvað til að hrópa ferfalt húrra og fara í flikk flakk heljarstökk yfir þá héldu allir sig mestmegnis innandyra allan tímann og það var vægast sagt soldið brjálað! En það er alltaf gaman að vera með góðu fólki og þá reynir maður bara að minna sig á að þröngt mega sáttir sitja og það kjaftæði allt saman! Engu að síður var voðalega notalegt að koma heim í þögnina á sunnudagskvöldið og slappa af í svolitla stund áður en ég hélt á skrall með the gellz... sem varð reyndar ekkert svaðalegt skrall en það er allt önnur saga. Um næstu verslunarmannahelgi ætla ég að vera í bænum eða erlendis, nema þá að það verði ÖRUGGT mál að það verði rjómablíða og gott veður á þeim stað innanlands sem fyrir valinu kann að verða.

Já og svo var það að renna upp fyrir mér að sumarið er að verða búið! Það eru bara einhverjar rétt rúmar tvær vikur í að guttalingurinn minn byrji aftur í skólanum og þá tekur rútínan við aftur...ekki svo að skilja að það sé eitthvað voðalega slæmt, þetta letilíf er búið að ganga út í hálfgerðar öfgar upp á síðkastið og það verður örugglega ágætt að komast í einhverja reglu aftur. Ég er enn enga vinnu búin að verða mér úti um en vona auðvitað að ég geti farið að hala inn beikonið á heimilið sem fyrst, það er svo leiðinlegt að vera blankur! Reyndar var maðurinn minn elskulegur að redda mér viðtali í einhverjum sænskum banka sem ég þarf að fara í á morgun, það verður fróðlegt! *gúlp* Nú er ekki seinna vænna en að fara að pússa upp norskuna mína, karlinn tjáði mér að það væri óvitlaust að leyfa viðtalinu að fara fram á því ylhýra máli... hef ekki neinar svakalegar áhyggjur af því, nema þá ef ég verð þeim mun stressaðri, þá gæti allt farið í klessu! Nei nei þetta verður allt í fína, ég helli í mig hálfflösku af vodka áður en ég held af stað og þá ætti þetta allt að verða veldig bra! *fliss* Sem sagt, ef mér tekst að koma sæmilega fyrir er aldrei að vita nema ég verði komin í vinnu innan tíðar, ég hugsa að það standi bara á því hversu vel mér tekst að selja mig, starfskröfurnar eru út af fyrir sig ekkert voðalegar. Í það minnsta held ég ekki að maður verði að vera með doktorsgráðu í eldflaugaverkfræði til að geta selt útlendingum íslenskar krónur!