Li|iana on Ice: Spennufall

« Home | Hátíðniofnæmi » | Blóðug leiðindi! » | Jamm » | Ekki dáin » | Sólböð og svefnlyf » | Væmni hf » | Jamm já » | Brupps » | Havin' me some fun tonite! » | Djöfulsins fikt! » 

mánudagur, ágúst 08, 2005 

Spennufall

Jæja þá er Atvinnuviðtalinu lokið. Ég segi Atvinnuviðtalinu (með stóru A-i) vegna þess að þetta er búið að vera svo mikill stressvaldur hjá mér síðan ég vissi að ég væri að fara í það.
Ég átti að mæta klukkan hálfníu í morgun og vitandi það var ég alveg að fara á límingunum í gærkvöldi og nótt... sofnaði ekki fyrr en klukkan fjögur og var vöknuð aftur löngu áður en fuglunum dettur einu sinni í hug að fara að bæra á sér! Ég notaði þá bara tímann til að fara í langa og heita sturtu og taka svo smá hugleiðslu áður en ég vakti kallana mína, svona aðeins til að reyna að ná tökum á sjálfri mér. Ég hef náttúrulega ekki farið í svona viðtal síðan árið 1999, svo ég var illa skelkuð og dauðhrædd um að vera bara allt of stressuð til að koma upp stöku orði.
En þetta gekk vonum framar! Ég spjallaði við svakalega almennilega konu í klukkutíma eða svo og held svei mér þá að ég hafi náð að selja mig betur en nokkru sinni fyrr! ;)
Í það minnsta hringdi Tony í mig fyrir nokkrum mínútum til að segja mér að þegar hann hitti hana eftir viðtalið (hann er að vinna við að setja upp öryggiskerfi í þessum "banka") þá hafi hún verið mjög jákvæð og hrifin af mér, svo ég held að ég geti sagt með 89% öryggi að ég sé barasta komin með vinnu! Hún sagðist ætla að mæla fastlega með mér við manninn sem tekur endanlegu ákvörðunina, svo ég held barasta að ég geti verið mjög sátt.
Nú er bara málið að reyna að rúlla sér út úr þessu svaðalega spennufalli sem ég er í núna, ég er eins og fábjáni hérna úr galsa og vitleysu, enda búin að vera með kvíðahnút í maganum yfir þessu síðan á fimmtudaginn! Og ekki bætir úr skák að vera hroðalega illa sofin og fáránleg. Nú ætla ég bara að bíða róleg og senda jákvæðar hugsanir út í heiminn og sjá fyrir mér fyrstu launagreiðsluna mína! :D

The almost working girl says adjö!