Júgró nálgast
Já nú nálgast forkeppnin okkar í júgróinu óðfluga. Ekki svo að skilja að mér þyki það neitt sérstaklega spennandi, þetta verður svartur dagur í sögunni. En ég er júgrófan svo ég ætla að góna. Mér finnst súrast að Friðrik Ómar eigi ekki séns í að fara út fyrir okkar hönd, mér finnst lagið sem hann flytur alltaf verða betra og betra. Þið getið hlustað á það hérna. Mér finnst alveg kominn tími til að hverfa svolítið aftur til baka í gömlu júgróformúluna í staðinn fyrir að vera alltaf að elta uppi eitthvað tískuetnópopp og fíflaleg sirkusatriði í flutningi heimskulegra sjónvarpskaraktera.
En hey, ég get þó huggað mig við að þetta lag á pottþétt eftir að lifa áfram, það getur ekki verið að það falli í gleymsku, það er of skemmtilegt.
En hey, ég get þó huggað mig við að þetta lag á pottþétt eftir að lifa áfram, það getur ekki verið að það falli í gleymsku, það er of skemmtilegt.
Hæ er að hlusta, það þýðir ekkert að senda þetta út Svíþjóð myndi fá öll stigin okkar allir myndu halda að þetta væri sænska lagið,
Posted by Nafnlaus | 11:39 e.h.
kíkti á síðuna þína og þú ert greinilega orðin blogg ofvirk. Er ekki búin að lesa allt sem ég hef misst af. En allavega fann villurnar á lesblindu auglýsingunni.
Posted by Nafnlaus | 10:10 f.h.
Well ég er nú ekki búin að grandskoða síðuna þína - en gaman að þú hafir látið mig vita af þér!
Mun skoða þetta betur í mjög náinni komandi framtíð!
Posted by Nafnlaus | 6:24 e.h.