Li|iana on Ice: 1. dagur flutninga (16.6.'04)

« Home | Það eru rollur inn í mér...(15.6.'04) » | 3 dagar í kjööööt (14.6.'04) » | Ég ætla ekki að vera óþolandi... » | Brandarar » | 100 hlutir um mig » | Áttu smá stund að drepa? » | Gestabók » | Netprófin mín » 

miðvikudagur, júní 16, 2004 

1. dagur flutninga (16.6.'04)

Jæja, í dag má ég byrja að flytja í nýju íbúðina!
-Er ekki alveg komin eins langt í pökkuninni og ég hefði viljað, en það er nú ekki mikið eftir, ekkert sem ekki er hægt að troða í pappakassa á klukkutíma eða svo. Síðan er bara málið að hrúga öllu í bílinn og rúlla með það yfir í Sel! Þetta verður spennandi! Ég vona bara að vesaling bakið mitt þoli þennan burð, kallinn hringdi í mig í morgun og skipaði mér að taka því rólega og ekki fara í þetta með neinu offorsi.
-Einhvern veginn grunar mig nú samt að hann sé nú bara að hugsa um sjálfan sig, það verður ekki mikið gaman hjá honum að koma heim ef kellingin liggur flöt útaf með tærnar upp í loft!
Sjálfshyglingin alltaf í botni...
Jæja, svo er nú 17. júní á morgun, ég reikna nú síður með því að standa í stórræðum þetta árið, verð sennilega í kassaburði áfram, og garðyrkju og arfahreinsun í kjallaranum í undirbúiningsskyni fyrir heimkomu mannsins! Er orðin hrædd um að ég verði að hafa með svona spjald með nafninu hans með mér út á völl þegar ég sæki hann, hef ekki séð hann í tvo og hálfan mánuð og er ekki alveg viss um að ég muni hvernig hann lítur út... 0
Ég ætla ekki að röfla meira, pappakassarnir fara ekki með sjálfa sig út í bíl!

Vissj mí lökk!