Li|iana on Ice: Það eru rollur inn í mér...(15.6.'04)

« Home | 3 dagar í kjööööt (14.6.'04) » | Ég ætla ekki að vera óþolandi... » | Brandarar » | 100 hlutir um mig » | Áttu smá stund að drepa? » | Gestabók » | Netprófin mín » 

miðvikudagur, júní 16, 2004 

Það eru rollur inn í mér...(15.6.'04)

Já, mér er svo fjandi kalt! Það er þetta sem tæpra tveggja sólarhringa svefnleysi gerir við mann! Krakkar, don´t try this at home! Og aldrei þessu vant þá er kaffið ekkert að hjálpa!
Búin að vera allt of dugleg í dag, búin að pakka í alveg hreint fjóra kassa! Þvílík afköst!
Ég held að ég sé enn hálf eftir mig eftir mótið um helgina. Þessi síðasti bjór var kannski sá sem fyllti bikarinn...mælinn...glasið..ehh eitthvað! En sveimér, það var gaman! Söngur og trall langt frammá nótt, þó ekki alveg nógu langt að mínu mati, svo ég söng bara ein svolítið lengur! Ekkert að láta svona smáatriði eins og svefn annarra trufla mig! Reyndar þekkti ég bara örfáa af þessum ættingjum mínum en þeir sem ég spjallaði við komu skemmtilega á óvart í mismiklum furðulegheitum. Og eins og alþjóð veit þá er ég mikið fyrir furðulegheit þótt ég beri það kannski ekki með mér *hóst**bullshit*!
Ég er semsagt hætt að vera skeptísk út í ættarmót og ætla að mæta á það um næstu helgi með galopnum huga (og maga)! Var reyndar að fá að frétta það frá mömmu að ég á víst að vera með eitthvað skemmtiatriði!

Takk fyrir að láta mig vita af því elsku mamma!

Svo nú þarf ég að klístra saman nokkrum lögum til að syngja. Ætla að tala við litla gerpið hana systur mína á morgun og vita hvort hún getur ekki verið gógó gella. Þetta verður schnilld.