Li|iana on Ice: Maður er lúsugur (2.7.'04)

« Home | Aftur orðin siðmenntuð (1.7.'04) » | Bergmál! » | 1. dagur flutninga (16.6.'04) » | Það eru rollur inn í mér...(15.6.'04) » | 3 dagar í kjööööt (14.6.'04) » | Ég ætla ekki að vera óþolandi... » | Brandarar » | 100 hlutir um mig » | Áttu smá stund að drepa? » | Gestabók » 

fimmtudagur, júlí 01, 2004 

Maður er lúsugur (2.7.'04)

Æ ég er eitthvað svo lásí í dag, fékk internetið loksins tengt í gær og í dag er ég bara í því að fixa fráhvarfseinkennin sem ég var komin með. Úti er fínt veður og ég sit bara hérna við tölvuna og er m.a.s. búin að draga fyrir gluggana til að sjá á skjáinn! Hversu ómögulegur er eiginlega hægt að vera??

Náði samt að hlussast niður í Kringlu til kallsins og úða í mig hádegisfæðu með honum. Annars er bara pabbahelgin hafin hjá mér, degi fyrr en vanalega, svo ég veit hreinlega ekki hvað ég á af mér að gera. Er svona hálfpartinn búin að vera að spá í að leggja mig í dag en einhverra furðulegra hluta vegna þá sit ég hér enn. Eins gott og það nú er þá þjáist ég samt af miklu samviskubiti og leiðinlegheitum yfir því að vera ekki að gera eitthvað sem skiptir máli. Er búin að ljúga því að sjálfri mér að ég sé komin með pappakassaofnæmi og geti þess vegna ekki klárað allra síðustu kassana sem standa hérna eins og illa skitin lambaspörð út um alla íbúð! Þannig að hér sit ég enn og dæli í mig lungnakrabba fyrir heilt fótboltalið og svolgra kaffið og sýg korginn...

Ég fór nú samt með Dúsku á svalirnar áðan og kembdi henni og klippti úr flóka og svoleiðis, vesalings kattarkvölin hefur verið illa vanrækt síðustu vikurnar út af flutningunum og var eiginlega öll að fara í hnút. BÓKSTAFLEGA! Mér tókst líka að hengja upp úr einni vél og setja í aðra, vaska upp og fara með tvo kassa (úr plasti) niður í geymslu.

Ja, þannig að þegar ég lít svona á þetta þá er ég kannski ekkert svo lúsug eftir allt saman!!