Li|iana on Ice: Föstudagurinn langi (9.7.'04)

« Home | Ég er fífl! (7.7.'04) » | Mee e e e e e (7.7.'04) » | Veiðidagur (7.7.'04) » | Hvar er sólin? (6.7.'04) » | Dagur 1 (5.7.'04) » | Bubblehead (4.7.'04) » | Öllu má nú nafn gefa! (4.7.'04) » | Verðandi afmælisgjafir (3.7.'04) » | Fer hann frá mér? (3.6.'04) » | ÉG ER EKKI ALKI!! (2.7.'04) » 

föstudagur, júlí 09, 2004 

Föstudagurinn langi (9.7.'04)

Já, þetta er örugglega hann! Að minnsta kosti á hann örugglega eftir að reynast syni mínum skrambi langur, rétt eins og aðfangadagur jóla gerir yfirleitt.
Við förum nefnilega vestur í kvöld, nú verða lambaskankarnir nagaðir og gærurnar nýttar til hins ýtrasta! Svo ég tali nú ekki um vígamennsku mikla og berserksgang! Aftur til fortíðar, takk fyrir!

Það fylgir villimennskunni sá ókostur að ekkert netsamband er í dalnum, svo ég verð að valda ykkur miklum sálarkvölum með þeirri tilkynningu að ég á ekkert eftir að stytta ykkur stundirnar um helgina. En örvæntið ekki, hátíðin er öllum opin og ef þið saknið mín allt of mikið þá er guðvelkomið að mæta bara á svæðið með söngvatnið meðferðis og hjálpa mér að villimennskuvæða Dalamenn!

Heimilisfangið er:
Eiríksstaðir
Haukadal
Dalabyggð