Li|iana on Ice: Veiðidagur (7.7.'04)

« Home | Hvar er sólin? (6.7.'04) » | Dagur 1 (5.7.'04) » | Bubblehead (4.7.'04) » | Öllu má nú nafn gefa! (4.7.'04) » | Verðandi afmælisgjafir (3.7.'04) » | Fer hann frá mér? (3.6.'04) » | ÉG ER EKKI ALKI!! (2.7.'04) » | Af hverju? » | Maður er lúsugur (2.7.'04) » | Aftur orðin siðmenntuð (1.7.'04) » 

miðvikudagur, júlí 07, 2004 

Veiðidagur (7.7.'04)

Nú kemst ég ekki hjá því að standa við stóru orðin og fara með strákunum mínum að veiða. Manni minn var svo almennilegur í sér að kaupa veiðistöng fyrir lillamanna minn, og ég get víst ómögulega sagt nei við að vera fylgifiskur í fyrstu veiðiferðinni hans. Ég þarf víst að vera hirðljósmyndari.
Hamingjan var yfirþyrmandi hjá guttanum, það var ætt strax út á svalir og byrjað að æfa köst og svei mér þá ef drengurinn er ekki bara undrabarn í veiðiskap! Mér tókst með semingi að láta hann sættast á það að æfa köstin ekki með öngli, sé það nú rétt fyrir mér að aflinn hefði verið nokkuð góður þegar drengurinn hefði byrjað að krækja í ketti nágrannans...

Litlasystir kemur heim frá Baunalandi í kvöld. Ég er svona að vona að hún hafi komist í sturtu eftir Hróarskeldu, því ég vil EKKI fá hana í heimsókn dragandi á eftir sér leðjuna og vibbann, rétt eins og einhver mýrarmúmía! Nógu skítugt er nú hérna fyrir!