Li|iana on Ice: Helgarfíaskó (19.7.'04)

« Home | Helgi helgi helgi (16.7.'04) » | BI-ATSCH! (14.7.'04) » | Komin heim! (11.7.'04) » | Föstudagurinn langi (9.7.'04) » | Ég er fífl! (7.7.'04) » | Mee e e e e e (7.7.'04) » | Veiðidagur (7.7.'04) » | Hvar er sólin? (6.7.'04) » | Dagur 1 (5.7.'04) » | Bubblehead (4.7.'04) » 

laugardagur, júlí 17, 2004 

Helgarfíaskó (19.7.'04)

Jæja, ég fór heim í Willta Westrið um helgina að hitta æskuvinkonurnar tvær sem enn nenna að hanga þar. Það endaði nú með hálfgerðum ósköpum, því önnur vinkonan er nýskilin og er ofsalega upptekin af því að nýta sér hið nýfengna frelsi sem hefur lent í fanginu á henni núna. Hún sat þess vegna á kjaftasnakki við nýjasta fórnarlambið alla helgina og ekkert hægt að nota hana í stelpudjammið sem ég var þó búin að fórna heilmiklu fyrir!
Takk til deg, vennen!
Ég náði þó að redda málunum með einstökum hæfileika til að vera Pollýanna, lá í sólbaði báða dagana og naut þess að geta legið flöt á veröndinni án þess að hafa forvitna nágranna að góna á spikið mitt. Maður flatmagaði eins og maður var langur til og fílaði það alveg í græjur. Ég var meira að segja nógu gáfuð í þetta skiptið til að nýta mér undrakrem sem kallast sólarvörn, svo ég er ekki eins og eldgamalt, afdankað og úldið jólaepli með appelsínuhúð núna! Jibbíí!

Nú er guttinn minn kominn í sumarfrí og nú gildir það fyrir mig að reyna að finna fullt af skemmtilegheitum fyrir okkur til að láta tímann líða. Ég er viss um að hann á eftir að verða kolvitlaus á mömmu sinni áður en yfir lýkur! En maður reynir að gera hið besta úr þessu og hafa nóg að gera. Hann virtist allavega mjög hamingjusamur með það í morgun að fá að sofa út! Hann er það almorgunsvæfasta barn sem ég veit um!
Nóg um það, ég er farin í sturtu!