Li|iana on Ice: Helgi helgi helgi (16.7.'04)

« Home | BI-ATSCH! (14.7.'04) » | Komin heim! (11.7.'04) » | Föstudagurinn langi (9.7.'04) » | Ég er fífl! (7.7.'04) » | Mee e e e e e (7.7.'04) » | Veiðidagur (7.7.'04) » | Hvar er sólin? (6.7.'04) » | Dagur 1 (5.7.'04) » | Bubblehead (4.7.'04) » | Öllu má nú nafn gefa! (4.7.'04) » 

föstudagur, júlí 16, 2004 

Helgi helgi helgi (16.7.'04)

Jæja, þá er komin helgi hjá mér! Stráksi fer til pabba síns eftir leikskólann, svo ég er barasta í fríi. Er svona hálft í hvoru að velta fyrir mér að skella mér vestur um helgina og jamma svolítið með æskuvinkonunum, svona fyrst þær sjá ekki sóma sinn í að koma í siðmenninguna! Er eiginlega að vonast eftir sóðalegu fylleríi á gamla mátann þar sem við felum okkur bakvið búðina svo löggan sjái okkur ekki... Ok, ég veit vel að við erum komnar með aldur til að drekka, en það er miklu skemmtilegra að fóðra nostalgíuna svolítið!

Akkúrat núna er ég alveg að krepera á siðgæðislöggunni á barnalandi, það er alveg merkilegt hvað fólk nennir stundum að rífa kjaft yfir alls engu! Nú er víst kúkur og piss komið á bannlistann. Spurning um að fara að senda þessum háu frúm einkaskilaboð áður en maður setur eitthvað inn til að fá samþykki! Bara svona til að vera handviss á því að brjóta engar fyndnireglur að þeirra mati... Pifff....

En sem betur fer þarf ég ekki að tala máli mínu alein, þær voru víst fleiri þarna sem voru ekki með stærðarinnar naglaspýtudrjóla fastskrúfaðan í rassgatinu á sér og gátu hlegið svolítið með mér.

Nú ætla ég að fara að skólpa af mér skítinn (ekki alvöru skít, svona til að fyrirbyggja leiðindi) og gera + og - lista yfir það að fara vestur.

Lifið heil!