Li|iana on Ice: Gays rule! (2.8.'04)

« Home | 3 DAGAR!! (1.8.'04) » | 28. júlí (28.7'04) » | Stutt stopp (22.7.'04) » | Ýlda! (20.7.'04) » | Helgarfíaskó (19.7.'04) » | Helgi helgi helgi (16.7.'04) » | BI-ATSCH! (14.7.'04) » | Komin heim! (11.7.'04) » | Föstudagurinn langi (9.7.'04) » | Ég er fífl! (7.7.'04) » 

þriðjudagur, ágúst 03, 2004 

Gays rule! (2.8.'04)

Ég verð að tilkynna með mikilli gleði að ég hef ekki skemmt mér eins vel og ég gerði í gær í mörg ár! Við fraukurnar fórum saman á Jón Forseta og dönsuðum af okkur örugglega að minnsta kosti 4 kíló. Reyndar finn ég í dag óþægilega fyrir því að hafa gengið þennan berserksgang því ég er með harðsperrur frá helvíti í bakinu og með auman neðripart út af því að mér tókst með mikilli lagni að detta Á klósettið! Eins gott að kallinn kemur ekki heim fyrr en eftir tvo daga!!
Við komum svo heim um hálfátta í morgun og sváfum til hálffimm! Loksins, loksins að mér tekst að taka út almennilegt djamm OG ég á ekki til þynnku í mínum super-sized kroppi, því það var bara allt of gaman að dansa til að maður myndi eitthvað eftir því að djúsa, hvað þá sterkreykja á sér lungun, sem því miður hefur loðað við mig þegar ég fæ mér í glas. Svo formið er bara gott, fötin frá í nótt komin í þvottavélina (ekki veitir af, ég gat undið þau þegar heim var komið) og ekkert nema næsheit.

Nú ætla ég að skola af mér storknaða svitann (nammm) og fá mér kaldan bakstur á besta hluta minn og vona að bólgan hjaðni! 0