Li|iana on Ice: 28. júlí (28.7'04)

« Home | Stutt stopp (22.7.'04) » | Ýlda! (20.7.'04) » | Helgarfíaskó (19.7.'04) » | Helgi helgi helgi (16.7.'04) » | BI-ATSCH! (14.7.'04) » | Komin heim! (11.7.'04) » | Föstudagurinn langi (9.7.'04) » | Ég er fífl! (7.7.'04) » | Mee e e e e e (7.7.'04) » | Veiðidagur (7.7.'04) » 

fimmtudagur, júlí 29, 2004 

28. júlí (28.7'04)

Jæja, ég skoðaði álagningarseðilinn minn í dag, hann var nú ósköp svipaður því sem ég bjóst við, ég fæ barnabætur núna 1. ágúst, en þar að auki fæ ég 18 krónur sem ég ofgreiddi í skatt á síðasta ári!!! HA? Finnst þeim þetta virkilega taka því?? En rétt skal vera rétt!

Ég er ekki búin að vera mjög dugleg að skrifa hérna inn, og þið verðið bara að díla við það. Kötturinn er kominn og farinn aftur, hún kom heim um miðja nótt á aðfaranótt mánudagsins en hoppaði aftur út í nótt. Andskotans vanviti!!
En ég ætla ekkert að fara á límingunum yfir því strax, auglýsingar og hystería báru engan árangur síðast, hún skilaði sér bara sjálf þegar henni hentaði og ég vona að hún geri það bara aftur núna. Það versta er að hún er svo persaleg í feldinum sínum að hann hleypur allur í ógeðslega hnúta þegar hún blotnar! Þannig að ég reikna nú með að ég verði hreinlega að fá fyrir hana róandi hjá dýra þegar hún kemur heim til að geta hreinlega bara tekið hana með bartskeranum!! Úfff...

Nú er svo mikið sem ein vika þangað til kallinn minn kemur heim aftur og þá verður nú kátt í höllinni! Sömuleiðis er móðir hans blessunin að velta því alvarlega fyrir sér að koma um leið og hann og þá verður sko enn kátara í höllinni!! Þessi kelling er einhver sú albesta tengdamamma sem ég hefði getað nælt mér í! Verst að hún skilur ekki íslensku og getur þess vegna ekki skilið hvað ég er að babla hérna en hún má alveg vita það, hún er frrrrábær! Ja, hører du det, Turid, du er heilt toppers! Gleder meg til å få besøk av deg om en ukes tid! Du må huske å kjøpe øl i tax-free'en!

Við Atli fórum að sjá Shrek 2 í gærkvöldi, þessi mynd er tærasta snilld! Mér finnst það alveg æðislegt þegar "barnamyndir" höfða rétt eins vel til foreldranna! Og það gerir þessi svo sannarlega. Ég held svei mér þá að ég hafi skemmt mér betur yfir henni en strákurinn!

Nú er LeiðAljós byrjað, ég held að ég ætli barasta að næla mér í smá kríu í sófanum yfir því.

Góðar stundir.