3 DAGAR!! (1.8.'04)
Jæja, þrír dagar í heimkomu kallsins og ég alveg að missa mig í spenningi! Nú getur verið að hann sé að fara að vinna fast hérna á Íslandi og þá þarf ég ekki að þola þennan aðskilnað mikið oftar! Jibbíkæjeij! Spurning um það hvort sambandið þolir þetta... Ætli ég verði ekki búin að henda honum öfugum út eftir hálft ár, orðin pirruð á að hafa hann fyrir augunum kvölds og morgna alla daga!!
Verslunarmannahelgin hefur gengið ágætlega fyrir sig hérna í siðmenningunni, ég er eiginlega bara ekkert nema hamingjusöm með það að hafa ekki farið eitthvað út á land að hírast í tjaldi. Ég hitti barnlenskar gellur á föstudaginn og það var MIKIÐ gaman, svo lengi sem það varði. Mér virðist ekki vera það áskapað að geta skemmt mér með þeim án þess að kvöldið endi á sviplegan og snöggan hátt, en það stendur allt til bóta. Maður þarf bara að gera þetta oftar og ég trúi ekki öðru en að það takist fyrir rest að halda út heilt kvöld. Þær stóðu velflestar vel undir væntingum og sumar hækkuðu m.a.s. mikið í áliti þegar ég uppgötvaði að þær eru ekki allar uppskrúfuð pizzufés sem eru ófær um að skemmta sér! (Held reyndar að ég hafi tekið þann titil...)En þetta var sem sagt ferlega skemmtilegt og ég vona að þetta verði gert að föstum viðburði. Þetta er jú sá allra skemmtilegasti "sauma"klúbbúr sem ég hef verið meðlimur í og það er alveg frábært að sjá að ég er ekki ein í heiminum með minn asnalega húmor og fíflagang.
Stráksi minn er farinn til föðurómyndarinnar sinnar og verður þar að öllum líkindum út vikuna, svo ég er bara hérna alein og yfirgefin. Sem betur fer var mér að berast sú fregn að vinkonur mínar úr sveitinni ætla að bregða undir sig betri fætinum í kvöld og kíkja í heimsókn til mín, við ætlum svo að kíkja á Skjöld frænda á Nonna Homma í kvöld og hrista á okkur spikið.Allir að mæta þangað!!
En þessi heimsókn gefur mér það spark í rassinn sem ég þarf til að þrífa hérna aðeins og laga til, því ef ég ætti ekki von á gestum þá myndi ég örugglega halda bara áfram að sitja hérna í ruslinu og góna á tölvuskjáinn og láta eins og ekkert af þessu sé til! Þetta ætti nú ekki að verða stórmál, maður kemur sjálfum sér yfirleitt mikið á óvart þegar maður fyrst er byrjaður, þá tekur þetta alltaf miklu minni tíma en maður reiknaði með í fyrstu.
Svo ég kveð í bili, ætla að rífa mig upp og sjá hvort ég get ekki sjænað aðeins upp hérna.
Sjáumst á Hommanum!
Verslunarmannahelgin hefur gengið ágætlega fyrir sig hérna í siðmenningunni, ég er eiginlega bara ekkert nema hamingjusöm með það að hafa ekki farið eitthvað út á land að hírast í tjaldi. Ég hitti barnlenskar gellur á föstudaginn og það var MIKIÐ gaman, svo lengi sem það varði. Mér virðist ekki vera það áskapað að geta skemmt mér með þeim án þess að kvöldið endi á sviplegan og snöggan hátt, en það stendur allt til bóta. Maður þarf bara að gera þetta oftar og ég trúi ekki öðru en að það takist fyrir rest að halda út heilt kvöld. Þær stóðu velflestar vel undir væntingum og sumar hækkuðu m.a.s. mikið í áliti þegar ég uppgötvaði að þær eru ekki allar uppskrúfuð pizzufés sem eru ófær um að skemmta sér! (Held reyndar að ég hafi tekið þann titil...)En þetta var sem sagt ferlega skemmtilegt og ég vona að þetta verði gert að föstum viðburði. Þetta er jú sá allra skemmtilegasti "sauma"klúbbúr sem ég hef verið meðlimur í og það er alveg frábært að sjá að ég er ekki ein í heiminum með minn asnalega húmor og fíflagang.
Stráksi minn er farinn til föðurómyndarinnar sinnar og verður þar að öllum líkindum út vikuna, svo ég er bara hérna alein og yfirgefin. Sem betur fer var mér að berast sú fregn að vinkonur mínar úr sveitinni ætla að bregða undir sig betri fætinum í kvöld og kíkja í heimsókn til mín, við ætlum svo að kíkja á Skjöld frænda á Nonna Homma í kvöld og hrista á okkur spikið.Allir að mæta þangað!!
En þessi heimsókn gefur mér það spark í rassinn sem ég þarf til að þrífa hérna aðeins og laga til, því ef ég ætti ekki von á gestum þá myndi ég örugglega halda bara áfram að sitja hérna í ruslinu og góna á tölvuskjáinn og láta eins og ekkert af þessu sé til! Þetta ætti nú ekki að verða stórmál, maður kemur sjálfum sér yfirleitt mikið á óvart þegar maður fyrst er byrjaður, þá tekur þetta alltaf miklu minni tíma en maður reiknaði með í fyrstu.
Svo ég kveð í bili, ætla að rífa mig upp og sjá hvort ég get ekki sjænað aðeins upp hérna.
Sjáumst á Hommanum!