Li|iana on Ice: Today, today! (4.8.'04)

« Home | Gays rule! (2.8.'04) » | 3 DAGAR!! (1.8.'04) » | 28. júlí (28.7'04) » | Stutt stopp (22.7.'04) » | Ýlda! (20.7.'04) » | Helgarfíaskó (19.7.'04) » | Helgi helgi helgi (16.7.'04) » | BI-ATSCH! (14.7.'04) » | Komin heim! (11.7.'04) » | Föstudagurinn langi (9.7.'04) » 

miðvikudagur, ágúst 04, 2004 

Today, today! (4.8.'04)

Stóri dagurinn kominn og mér var rétt svo að takast að lufsast fram úr rúminu núna! Jezús minn! Ég sem á eftir að stússast alveg fullt og það eru ekki nema þrír tímar í að ég fari að bruna út á flugvöll og næla í manninn minn! Og hvað geri ég? Júúúu... það fyrsta sem ég geri þegar ég næ að kreista sjálfa mig upp úr yndislega rúminu okkar er að kveikja á kaffikönnunni og setjast fyrir framan tölvuna. Ég er algerlega óforbetranleg! -En það vissuð þið nú örugglega nú þegar...

Dagurinn í gær var stór stoltsbomba hjá mér, ég var svo stolt af fullt af fólki að hele dagen var bara bjútí. Fyrir það fyrsta tókst Sæunni bollu (ekki lengur bollu, btw) að gjóta yndislegasta bollurassastrák sem ég hef leeeeengi séð eldsnemma í gærmorgunn. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera búin að skoða af honum nokkrar myndir og gerðarlegra barn er erfitt að finna. Hann fæddist 17 merkur og 52,5 sm og þessum frábæra pakka tókst henni að skjóta út án deyfingar, skilst mér! Og flestallir þeir sem fætt hafa barn geta örugglega verið sammála mér um það að fyrir svoleiðis nokkru tekur maður ofan hattinn. *tekofanhattinnoghneygimig* Nú bíð ég bara spennt eftir græna ljósinu til að fá að koma og kíkja á litla ljósið.

Nú, eins og ég tjáði áðan þá var þetta ekki það eina sem ég var stolt af, því að í gærkvöld bárust mér svo aftur svakalegar gleðifréttir! Haldið þið ekki að ég hafi hitt blessaðan Danmerkurfarann hana systur mína á msn og hún tjáði mér að nú væri hún loksins búin að fá nóg af barsmíðum, fylleríi og andskotahætti frá manninum sínum og hún er FARIN! Ég varð svo stolt af kellu að ég ætla ekki að reyna að segja það, þetta voru bara fréttir sem toppuðu daginn! Görl páver!!

Til allrar hamingju þá fékk ég svona mikið af gleðifréttum í gær, því það bjargaði alfarið glórunni í kollinum á mér þegar bl datt út um kvöldmatarleytið í gærkvöldi! Það þarf að fara að rannsaka þetta eitthvað, mig grunar sterklega að Vefstjóri blessaður Einarsson hafi komið fyrir dáleiðslumerki einhvers staðar á skjánum, því ég er ekki ein um að fara í fráhvörf þegar ég fæ ekki "skammtinn" minn! Mig grunar að það þurfi að fara að taka þennan vef ærlega til endurskoðunar, það líður varla sá dagur að hann hrynji ekki...
Vá, hvað ég hljóma núna eins og manneskja sem á mér ekkert líf! En vitið þið hvað? Það er alveg satt! Svo ég á mér enga vörn og ætla ekki einu sinni að reyna að afsaka mig!

En nú er ég búin að sóa allt of löngum tíma, ég ætla að næra mig eitthvað og koma mér svo í kantskurðinn!

Farvel!