Li|iana on Ice: Fyrsti skóladagur (23.8.'04)

« Home | Skólalíf (16.8.'04) » | Sveitt og brennd (13.8.'04) » | Jjibbíkæjeij moððefokker! (5.8.'04) » | Today, today! (4.8.'04) » | Gays rule! (2.8.'04) » | 3 DAGAR!! (1.8.'04) » | 28. júlí (28.7'04) » | Stutt stopp (22.7.'04) » | Ýlda! (20.7.'04) » | Helgarfíaskó (19.7.'04) » 

mánudagur, ágúst 23, 2004 

Fyrsti skóladagur (23.8.'04)

Þá er fyrsti skóladagurinn að baki, maaan, hvað þetta var erfitt!
Ég var sko alveg að fíla mig í blárestina á fríinu, við gerðum fullt af frí-hlutum, meira að segja túrista-hlutum, því við fórum með tengdó gömlu og systur hennar að kíkja á Gullfoss og Geysi, í Bláa lónið, gengum á Grábrók og fleira túristalegt og gaman.
Þessi þrusuendi á fríi þýðir náttúrulega bara það að ég var engan veginn upplögð í að setjast aftur á skólabekkinn, hvar ég horfi fram á að hírast löngum stundum í vetur (og reyndar í vor, næsta sumar, aftur haust og aftur vor). Mí not heppí.

Það sem slær þessa skólabyrjun út í ömurlegheitum er sú staðreynd að ég er ekki ein um að ylja skólabekkinn fyrrnefnda, heldur deili ég sæti með stórum hópi nýnema (m.ö.o. bólugröfnum bleijubörnum með hor og varalit) sem ekki sér stærri mál í heiminum í dag en að vera nú örugglega í nógu dýrum skóm og eiga „deffinetlí“ pening fyrir næsta ímyndunarfylleríi!
Orð eins og „Vesturbæingabuff“, „Þokkalega feitt band“ og „Geðveikur bolur sem þúrt í Anna/Vala/Stína/Sigga“ eiga eftir að óma mér í eyrum mun oftar en ég kæri mig um ef ég sé ekki sóma minn í að kaupa mér eyrnatappa til að nota í frímínútum!
Djöfull ætti að djúpsteikja þetta pakk!

Það sem enn verra er: Atli setur litla guttarassinn sinn í fyrsta skipti á bekkinn umrædda á morgun kl 8:30!! Garg! Það tekur nú kökuna, eins og tengdó myndi sjálfsagt segja. Ég verð sem sagt ekki ein um það lengur að geta notað afsökunina; „sorrí elskan, ekki í kvöld, það er svo mikið að læra“. Reyndar held ég (og ætla rétt að vona) að hann Atli minn muni nota hana í örlítið öðru samhengi en ég...
Ég er ekki alveg að sjá fyrir mér hvernig þessar fyrstu vikur eiga eftir að ganga, þetta verður án efa mikið púsluspil svona rétt á meðan maður kemur einhverju skipulagi á hlutina og eins og alþjóð veit þá er skipulag og þess háttar ekki alveg mín sterkasta hlið. Þar fyrir utan ætlar betri helmingurinn minn, sem er öllu fremri mér í skipulagsþáttum, að flýja land eldsnemma í fyrramálið og vera víðs fjarri ringulreiðinni í tvær vikur! Aftur: Mí not heppí.
Kannski það bæti eitthvað upp fyrir það að ég fæ höfuðnegrann í skipulagsmálum mér til aðstoðar í tæpa viku (mömmu, fyrir þá sem nú klóra sér í kollinum) og þá getur maður nú vonað að hún nái að lemja í mig skynsemi og skipulag á þeim tíma.

Vel á minnst, ég þarf víst að skella mér af stað og sækja kellu... Ég stimpla mig inn síðar. Góðar stundir.