Skólalíf (16.8.'04)
Í dag er stóri dagurinn, nú skal haldið í verslunarleiðangur og keypt skólataska fyrir litla aulann minn.
Þetta er stórt skref, ekki síður fyrir mig en hann, því ég er svo mikil hænumamma að ég verð örugglega í búðunum alveg hreint með tárin í augunum yfir þessum ósköpum! Hann stóð nefnilega ekki við loforðið sem ég tók af honum þegar hann var 4 vikna gamall um að vera bara alltaf, alltaf, alltaf heima í fanginu á mömmunni sinni. -Ok, só vott þótt það hafi nú tæknilega séð verið ÉG sem tók í hausinn á honum og lét hann kinka kolli við spurningunni: Lofar þú því ekki að vera bara alltaf, alltaf, alltaf heima í fanginu á mömmu?
Staðreyndin er samt sú að hann er að byrja í skóla og það í stórum, köldum, óhugnalegum Reykjavíkurskóla, úúúúú... Svona er það að vera utan af landi úr ofvernduðu smábæjarsamfélagi þar sem allir þekkja alla og kennurunum er boðið í afmælin og bara heim að horfa á Hemma Gunn eða eitthvað!
Með öðrum orðum þá finnst mér einfaldlega alveg ferlegt að unginn sé að byrja í skóla, mömmuhjartað er ekki alveg að höndla svona stórar breytingar án smá sárinda svo þetta er erfiðara fyrir mig heldur en nokkru sinni hann! Ég get bara ekki á heilli mér tekið, þetta er svo furðulegt! En ætli þetta lagist nú ekki eins og annað, ég man nú ekki betur en að ég hafi grátið mínum krókódílatárum líka þegar púkinn byrjaði í leikskóla á sínum tíma og það gekk nú alveg furðu vel...
Þetta er sem sagt dagskrá dagsins og þetta verður í heiðri haft strax eftir hádegið. Það er ekki laust við að maður sé með svolitíl fiðrildi í mallanum sínum út af þessu.
Ég skundaði í Kópavoginn á föstudagskvöldið til að hitta tjéllingar af barnalandi og þykjast vera í saumaklúbbi og sauma eitthvað. Mér tókst nokkurn veginn að halda andliti í saumaskapnum, að minnsta kosti hafði ég með mér saumadót og afrekaði það að hekla heila umferð í eilífðarteppinu mínu milli þess sem ég bullaði við tjéllingarnar. Þetta var æðislega gaman og ég vona að það verði gert mun meira af þessu, því það veit himnafaðir að ég hef ekkert nema gott af því að komast aðeins út úr húsi og hitta alvöru fólk! Maður er að verða mjög einkennilegur í lundarfari af að hanga hérna flissandi, grátandi, taugaóstyrkur og pirraður (oftar en ekki allt í senn) fyrir framan tölvuna! Klúbburinn heppnaðist m.ö.o. mjög vel og á graði litli djöfullinn miklar þakkir skildar fyrir að standa sig vel í gestgjafahlutverkinu. Ég vona að ég nái að standa með tærnar þar sem hún hefur hælana þegar röðin kemur að mér (að undanskildum vandræðalegum uppákomum sem tengjast karlinum mínum, að sjálfsögðu)!
Stelpuskottin mín úr sveitinni komu í bæinn um helgina og tókst að hrista svolítið upp í miðbænum föstu-og laugardagskvöld, ég held að Arna hafi loksins hætt að æla um sexleytið á sunnudagsmorguninn, sel það samt ekki dýrara en ég stal því, ég var nefnilega blessunarlega ekki vitni að uppköstunum vegna þess að við kallinn fórum heim snemma að kúra... Það var mikið gaman að fá stélpurnar svona í heimsókn, það forðar mér enn frekar frá hægum dauða frosin fyrir framan tölvuna.
Nú er annars kominn tími á mig að láta þessu lokið í bili, þvottahúsið kallar!
Þetta er stórt skref, ekki síður fyrir mig en hann, því ég er svo mikil hænumamma að ég verð örugglega í búðunum alveg hreint með tárin í augunum yfir þessum ósköpum! Hann stóð nefnilega ekki við loforðið sem ég tók af honum þegar hann var 4 vikna gamall um að vera bara alltaf, alltaf, alltaf heima í fanginu á mömmunni sinni. -Ok, só vott þótt það hafi nú tæknilega séð verið ÉG sem tók í hausinn á honum og lét hann kinka kolli við spurningunni: Lofar þú því ekki að vera bara alltaf, alltaf, alltaf heima í fanginu á mömmu?
Staðreyndin er samt sú að hann er að byrja í skóla og það í stórum, köldum, óhugnalegum Reykjavíkurskóla, úúúúú... Svona er það að vera utan af landi úr ofvernduðu smábæjarsamfélagi þar sem allir þekkja alla og kennurunum er boðið í afmælin og bara heim að horfa á Hemma Gunn eða eitthvað!
Með öðrum orðum þá finnst mér einfaldlega alveg ferlegt að unginn sé að byrja í skóla, mömmuhjartað er ekki alveg að höndla svona stórar breytingar án smá sárinda svo þetta er erfiðara fyrir mig heldur en nokkru sinni hann! Ég get bara ekki á heilli mér tekið, þetta er svo furðulegt! En ætli þetta lagist nú ekki eins og annað, ég man nú ekki betur en að ég hafi grátið mínum krókódílatárum líka þegar púkinn byrjaði í leikskóla á sínum tíma og það gekk nú alveg furðu vel...
Þetta er sem sagt dagskrá dagsins og þetta verður í heiðri haft strax eftir hádegið. Það er ekki laust við að maður sé með svolitíl fiðrildi í mallanum sínum út af þessu.
Ég skundaði í Kópavoginn á föstudagskvöldið til að hitta tjéllingar af barnalandi og þykjast vera í saumaklúbbi og sauma eitthvað. Mér tókst nokkurn veginn að halda andliti í saumaskapnum, að minnsta kosti hafði ég með mér saumadót og afrekaði það að hekla heila umferð í eilífðarteppinu mínu milli þess sem ég bullaði við tjéllingarnar. Þetta var æðislega gaman og ég vona að það verði gert mun meira af þessu, því það veit himnafaðir að ég hef ekkert nema gott af því að komast aðeins út úr húsi og hitta alvöru fólk! Maður er að verða mjög einkennilegur í lundarfari af að hanga hérna flissandi, grátandi, taugaóstyrkur og pirraður (oftar en ekki allt í senn) fyrir framan tölvuna! Klúbburinn heppnaðist m.ö.o. mjög vel og á graði litli djöfullinn miklar þakkir skildar fyrir að standa sig vel í gestgjafahlutverkinu. Ég vona að ég nái að standa með tærnar þar sem hún hefur hælana þegar röðin kemur að mér (að undanskildum vandræðalegum uppákomum sem tengjast karlinum mínum, að sjálfsögðu)!
Stelpuskottin mín úr sveitinni komu í bæinn um helgina og tókst að hrista svolítið upp í miðbænum föstu-og laugardagskvöld, ég held að Arna hafi loksins hætt að æla um sexleytið á sunnudagsmorguninn, sel það samt ekki dýrara en ég stal því, ég var nefnilega blessunarlega ekki vitni að uppköstunum vegna þess að við kallinn fórum heim snemma að kúra... Það var mikið gaman að fá stélpurnar svona í heimsókn, það forðar mér enn frekar frá hægum dauða frosin fyrir framan tölvuna.
Nú er annars kominn tími á mig að láta þessu lokið í bili, þvottahúsið kallar!