HRMPH! (9.9.'04)
Æi, ég nenni ekki að fara að sofa. Ég er ferlega sybbin og lúin en ég bara nenni ekki öllu veseninu sem fylgir þessum bölvuðu háttatímum! Maður þarf að standa upp, sem er náttúrulega forsendan fyrir því að geta farið inn og lagst út af... það þarf að ganga frá síðasta draslinu svo maður detti ekki um það þegar maður staulast fram úr bælinu í fyrramálið, pissa, þvo sér og bursta tennurnar, flétta hárið, klæða sig í svefnkjól (af því að ég deili nú rúminu okkar með ungum herramanni úr skólanum), trítla ALLA LEIÐ inn í herbergi, slökkva ljósin og fara að lúra.
Þetta er bara of flókið! Sérstaklega kannski út af því að ég sé fram á að þurfa að fara á fætur löngu áður en mig langar til þess...
Jæja, gleðin yfir heimkomu karlsins næstkomandi sunnudag fékk snöggan dauðdaga, hann verður nefnilega viku lengur. En skítt með það, hann verður á 100% álagi svo ég fæ ríkan kall eftir eina og hálfa viku! 0 Ætli maður reyni ekki að þola þetta, þetta er nú einu sinni síðasta skiptið sem ég þarf að húka hérna ein og yfirgefin meðan hann "slappar af" í vinnunni, langt í burtu frá þessu daglega leiðindaamstri hérna heima. Gott á hann!!
Ég get samt ekki sagt að ég hafi beinlínis verið kona einsömul hérna síðustu vikurnar, elskan hún mamma kom í bæinn til að vera mér innan handar með guttann, því ég er jú komin á fullt í skólanum og ég var ekkert sérstaklega hrifin af hugmyndinni um að gera úr honum fimm ára lyklabarn! Fokk ðe frístundaheimili!
Ég hreinlega veit ekki hvað í veröldinni ég myndi gera ef ég nyti ekki hjálpar þessara yndislegu foreldra minna með allt mögulegt og ómögulegt! Þau eiga yfirgengilegar þakkir skildar - og fá þær hér með. -Hmmm.. veit nú ekkert hvort þau lesa þetta blogg, en það er allt annað mál! Ef þau geta ekki drattast til að hafa uppi á blogginu mínu þá eiga þau kannski ekki eins miklar þakkir skildar og ég kannski hélt...
Annars var mér formlega boðið í dag í skírn litla pjakkusar, ég er svo yfir mig hamingjusöm yfir því að ég þurfti að kaupa mér dömubindi undir gleðivatnið sem ég missti! Mér finnst þetta svo mikill heiður og svo æðislegt og frábært að ég fæ tár í augun! Liggaliggalái! Nú verð ég bara að æfa mig í að líta mjög spekingslega út þegar nafnið hans verður tilkynnt, til að geta sagt: Tja.. jú, maður vissi þetta nú alveg, það var nú alveg hreint augljóst að þetta nafn yrði fyrir valinu... og bla bla bla. Það er alltaf gaman að láta líta út fyrir að maður sé skyggn!
Þetta er nú orðin þvílíka grýtan hjá mér að ég ætla að láta þessu lokið í bili, kannski klára kókglasið mitt og reyna svo að hífa minn super-sized-ass upp af stólnum áður en klukkan dettur í eitt...
Góðar stundir.
Þetta er bara of flókið! Sérstaklega kannski út af því að ég sé fram á að þurfa að fara á fætur löngu áður en mig langar til þess...
Jæja, gleðin yfir heimkomu karlsins næstkomandi sunnudag fékk snöggan dauðdaga, hann verður nefnilega viku lengur. En skítt með það, hann verður á 100% álagi svo ég fæ ríkan kall eftir eina og hálfa viku! 0 Ætli maður reyni ekki að þola þetta, þetta er nú einu sinni síðasta skiptið sem ég þarf að húka hérna ein og yfirgefin meðan hann "slappar af" í vinnunni, langt í burtu frá þessu daglega leiðindaamstri hérna heima. Gott á hann!!
Ég get samt ekki sagt að ég hafi beinlínis verið kona einsömul hérna síðustu vikurnar, elskan hún mamma kom í bæinn til að vera mér innan handar með guttann, því ég er jú komin á fullt í skólanum og ég var ekkert sérstaklega hrifin af hugmyndinni um að gera úr honum fimm ára lyklabarn! Fokk ðe frístundaheimili!
Ég hreinlega veit ekki hvað í veröldinni ég myndi gera ef ég nyti ekki hjálpar þessara yndislegu foreldra minna með allt mögulegt og ómögulegt! Þau eiga yfirgengilegar þakkir skildar - og fá þær hér með. -Hmmm.. veit nú ekkert hvort þau lesa þetta blogg, en það er allt annað mál! Ef þau geta ekki drattast til að hafa uppi á blogginu mínu þá eiga þau kannski ekki eins miklar þakkir skildar og ég kannski hélt...
Annars var mér formlega boðið í dag í skírn litla pjakkusar, ég er svo yfir mig hamingjusöm yfir því að ég þurfti að kaupa mér dömubindi undir gleðivatnið sem ég missti! Mér finnst þetta svo mikill heiður og svo æðislegt og frábært að ég fæ tár í augun! Liggaliggalái! Nú verð ég bara að æfa mig í að líta mjög spekingslega út þegar nafnið hans verður tilkynnt, til að geta sagt: Tja.. jú, maður vissi þetta nú alveg, það var nú alveg hreint augljóst að þetta nafn yrði fyrir valinu... og bla bla bla. Það er alltaf gaman að láta líta út fyrir að maður sé skyggn!
Þetta er nú orðin þvílíka grýtan hjá mér að ég ætla að láta þessu lokið í bili, kannski klára kókglasið mitt og reyna svo að hífa minn super-sized-ass upp af stólnum áður en klukkan dettur í eitt...
Góðar stundir.