Li|iana on Ice: Kaffipæling

« Home | Stytting framhaldsskólanáms » | Einu sinni voru úlfur, ljón og önd að tala saman o... » | Erfitt... » | Hinn dæmigerði barnalandsnotandi » | Meira júgró » | Júgró nálgast » | Netpróf » | Íþróttir » | Frí » | HOT DANG! » 

fimmtudagur, mars 09, 2006 

Kaffipæling

Gefum okkur að ég helli venjulega upp á kaffi þannig að ég noti fimm bolla af vatni og sex skeiðar af kaffi.

Ég geri þetta þrisvar sinnum og helli afrakstrinum á könnu.
Verður þetta kaffi eins á bragðið og ef ég geri einn uppáhelling úr fimmtán bollum af vatni og átján skeiðum af kaffi?

Þessi spurning hefur brunnið mér á vörum síðan ég var smábarn en ég hef aldrei kunnað við að spyrja einhvern um þetta af því að mér finnst þetta svo heimskulegt. En nú nenni ég ekki að pæla í þessu lengur. Ég vil SVÖR!

Rökstudd svör leggist í komment takk.

Þetta verður gestaþraut ársins Hrönn mín, var búin að ræða þetta við þig og ég segi bara aftur, helltu uppá og prófaðu, ég skal koma og smakka híhí

Hehe - vá hvað þetta steikti nú í kolllinum mínum...

En ég get víst ekki svarað þér elskan mín - drekk ekki einu sinni kaffi :S

Tek undir með Lindu, þetta væri hin fínasta gestaþraut.

Skrifa ummæli