Li|iana on Ice: Erfitt...

« Home | Hinn dæmigerði barnalandsnotandi » | Meira júgró » | Júgró nálgast » | Netpróf » | Íþróttir » | Frí » | HOT DANG! » | Breytingar » | Titill? » | Finnið fimm villur » 

miðvikudagur, mars 08, 2006 

Erfitt...

Já það er erfitt að finnast maður lélegur fyrir að hafa fengið bloggrakettu í rassgatið og detta svo úr stuði aftur! Af hverju get ég ekki haldið mig við efnið? Ég fer daglegan bloggrúnt hjá fólki sem er miklu duglegra en ég, alveg fáránlegt að ég skuli ekki geta þetta líka!

Jamm, svo ég settist niður núna, gagngert til að blogga. Og hvað? Ég er tóm! Man ekki eftir neinu nógu sérstöku til að blogga um. Er þá ekki best að blogga bara um annað fólk?

Mig klígjar yfir þessu Jónínu-Ben-bréfa-link-máli. Ég er, grínlaust, með ælubragð í munninum yfir því hvernig siðmenntað fólk hagar sér í þessu. Ég sé það fyrir mér með sóðalegt glott, slefuna lekandi niður hökuna yfir þessum persónulegu bréfum hennar. Hvaðan kemur þessi ógeðslega þörf fyrir að velta sér upp úr skít nágrannans?
Hvað er það sem veldur því að almennt talið heilbrigt og gott fólk fær allt í einu eitthvað út úr því að liggja yfir þessum einkamálum? Nei, þetta er ógeðslegt.

Ég fæ á tilfinninguna að fólk gleymi því dálítið að það er ekta fólk þarna á bakvið þessi bréf. Manneskjur. Fólk sem sendi á milli sín bréf í þeirri trú að þau væru bara þeirra á milli. Leyfði sér að tala um persónuleg málefni, einkamál. Fólk, sem án efa hefur grátið og fundið mikið til yfir því að þessi persónulegu bréf urðu allt í einu opinber. Ég skil ekki hvaðan fólk tekur þá trú að bara af því að einhver annar setti þetta á netið sé bara allt í lagi að lesa það! Þetta er, eftir sem áður, einkamál. Er það vegna þess að um þjóðþekkta einstaklinga ræðir? Nei ég skil þetta ekki. Og finnst ógeðslegt að sjá fólk skemmta sér yfir þessu. Mér finnst það lýsa ósegjanlegri lágkúru.

Þá er predikun dagsins lokið.
Ekki mikið annað um að tala í bili... Ég er í fríi í dag og hafði fyrirhugað að þrífa og taka til. Ég ÆTLA að gera það. Bara ekki alveg strax.

Við erum á alveg sömu skoðun um þessi mál.

Skrifa ummæli