Li|iana on Ice: Fyrsta brúkið

« Home | Bænin (21.9.'04) » | brrrr,,,, (14.9.'04) » | Föstudagur til fjár (10.9.'04) » | HRMPH! (9.9.'04) » | Stöööð! (2.9.'04) » | Allt eitt stórt samsæri (30.8.'04) » | Sunnudagur (29.8.'04) » | Skólalíf (26.8.'04) » | Fyrsti skóladagur (23.8.'04) » | Skólalíf (16.8.'04) » 

fimmtudagur, september 23, 2004 

Fyrsta brúkið

Jæja, við þurftum skafa af bílrúðunum í morgun, þær voru útúrhrímaðar! Ætli veturinn sé að koma? Það er nú kannski ekki svo skrýtið að það verði allt svona hélað, það er heiðskírt og ííííískalt þar af leiðandi!

Sonur minn er hæstánægður með „fríið“ sitt og er ekki að hafa miklar áhyggjur af því hvort grunnskólakennarar semji eða ekki. Ég vildi nú vera ábyrgðarfull mamma og útskýrði fullkomlega fyrir honum ástæður þess að þetta verkfall brast á. Það tók u.þ.b. eina kvöldstund og eftir það þá stendur guttinn heils hugar að baki kennurum og segir að þeir eigi sko bara að vera þrjóskir og ekki gefast upp! -Smá óskhyggja kannski í gangi, en hver veit?

Þessir jólasveinar ætla víst að funda í dag, ég verð nú að játa að ég hef litla trú á að þeim takist að fallast í einhverja sáttafaðma, svo að öllum líkindum þá verðum við karlinn ein í kotinu eftir morgundaginn, því afsprengið fer vestur á land! -Svolítið blendar tilfinningar þar, maður er sáttur að fá að taka í brúk fleiri íverustaði íbúðarinnar sem mögulega fundarstaði fyrir fullorðinsleiki, en aftur á móti er maður svolítið lítill í sér að fara að tapa sjónar af stráknum þetta lengi!
Vonum að allt gangi upp.