Li|iana on Ice: Hæ hó

« Home | Afsökunarpóstur » | Datt mér ekki í hug! » | Jólin að koma!! » | Ælt á presta! » | Fermingakjaftæði! » | Kaffipæling » | Stytting framhaldsskólanáms » | Einu sinni voru úlfur, ljón og önd að tala saman o... » | Erfitt... » | Hinn dæmigerði barnalandsnotandi » 

sunnudagur, júní 18, 2006 

Hæ hó

Jæja ég er í sveitinni núna í djúpri slökun og næsheitum. Það er verst að blogger býður ekki upp á hljóðblogg því þá myndi þetta bara hljóma einhvern veginn svona:

"AAAAAAAAAAAAAAHHHHHHHHHHHHHHHHHHH"

Þetta er sem sagt æðislega notalegt og svakalega gott. Það var búin að vera heillöng vinnutörn hjá mér síðustu vikurnar, snubburinn sendur í sveitina og ég fékk fyrst núna tækifæri til að koma og anda út og knúsa hann. Sæla.is.
Er búin að vera að lesa Hvunndagshetjuna eftir Auði Haralds, þetta er bók sem ég hef lengi ætlað að lesa en einhvern veginn alltaf gleymt þegar að því kemur að grípa skruddu á bókasafninu. En pabbi reddaði þessu óafvitandi; hann nefnilega gerir sér iðulega ferð á bókasafnið í Borgarnesi og kaupir bækur á hundraðkall stykkið (einhver lagersala þar) og hafði m.a. pikkað þessa upp í síðustu ferð. Get bara sagt að hún er æði! Mæli algjörlega með henni. :)

Það var náttúrulega haldið upp á þjóðhátíðardaginn okkar hérna í Shop-valley í gær, þetta var krúttlegasta (og um leið næstum sorglegasta) skrúðganga sem ég hef orðið vitni að... en voða gaman. Fjallkonan fleygði í okkur háfleygu þjóðernisrembingsljóði að vanda og það var voða fínt. Það var reyndar svolítið skondið að stuttu áður en hún sveif út úr húsinu til að mala ofan í okkur ljóðið var snubbnum sagt að hafa sig nú hægan og hlusta, því nú væri fjallkonan að koma og þá yrði að gefa hljóð, þetta væri svo hátíðlegt. Hann varð eitthvað kindarlegur á svipinn en sagði ekki neitt - fyrr en hún svo lét sjá sig og stillti sér upp við hljóðnemann. Þá sneri hann sér að mér og sagði að þetta væri nú léleg tröllkona, hún væri bara ekkert tröllkonuleg!
Honum hafði þá misheyrst eitthvað blessuðum... En þetta vakti ómælda kátínu.

Veðrið var bara alveg þokkalegt, ótrúlegt en satt, hann hékk þurr að mestu og það var logn! Sátt ég. Hérna eru svo nokkrar myndir:En já, nú ætla ég að henda mér aftur í bókina, hafið það gott folks!

bara fjör í dalnum

Skrifa ummæli