Afsökunarpóstur
Ég er búin að vera alveg hreint ógeðslega blogglöt upp á síðkastið. En ég hef góða afsökun! Það er ekki mögulegt að vera andríkur og fullur af góðum blogghugmyndum þegar vinnan manns sýgur úr manni alla orku. Það er búið að vera geggjað að gera undanfarið og þegar ég kem heim að vinnudegi loknum þá er ég álíka frjó í hugsun og granítmoli. Þá vil ég allra helst bara leggjast í sófann með góða bók eða kela við manninn minn eða eitthvað í þá áttina.
Það er samt alveg æðislegt að hafa svona mikið að gera. Í vetur var þetta svo óskaplega rólegt að ég hélt að ég yrði ellidauð í vinnunni upp á hvern dag. Nú hefur þetta heldur betur tekið kipp og dagarnir fljúga hjá á dúndrandi ferð. Miklu skemmtilegra að vinna svona. Svo ég er sátt. Ég er líka farin að gera svo margt annað en bara að sinna viðskiptavinunum - hluti sem hæfa mér mikið frekar svona upp á áhugann að gera - svo að þetta er allt mikið bjartara. Við erum að fá inn nýtt fólk og enn sem komið er er ég bara þrælánægð með það. Það er ferlega skrýtið að vera í yfirmannsstöðunni, ég hef aldrei staðið í þessum sporum áður. En þetta fylgir víst því að vera bankastjóri! Ha ha ha...
Snubbur er farinn vestur til ömmu og afa til að vera þar lungann úr sumrinu er ég smeyk um. Það var ekki nokkur vinnandi vegur að hafa hann heima í sumar, við útlendingurinn verðum bæði að vinna á fullu og tökum líklega ekki frí fyrr en í ágúst. Þá hefði snubb verið kastað á leikjanámskeið og tómstundacrap eitthvað alla daga. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af þeirri hugmynd. Hann er búinn að vera í skólanum í allan vetur, í hörðu prógrammi frá 8-5 upp á hvern einasta dag og mér fannst ég bara ekki geta tekið af honum sumarfríið. Mér fannst ekkert sniðug tilhugsun að setja hann bara beint í nýtt heilsdagsprógramm. Þar fyrir utan er þessi fjári svo djöfulli dýr að það er ekki fyrir venjulegt fólk að innrita börnin sín í þetta!
Svo að vegna þess að ég á yndislegustu foreldra í alheiminum sem vildu leyfa honum að koma þá varð það úr að hann fékk bara að fara og njóta sveitasælunnar í Búðardalnum.
Ég er eins og vængbrotinn fugl hérna, finnst ég hafa misst rauða þráðinn í daglega lífinu - en hann virðist una sáttur við sitt og stórskemmtir sér í sveitinni við vopnasmíði og grillerí og leiki og gaman. Lovjú snubbur!
En jæja, nú ætla ég að halda í baðherbergisþrif, yndislegt að eiga óþunnan frídag og geta fiffað upp aðeins í kringum sig. Nú ætla ég að þrífa þvagstein af gólfinu í kringum klósettið. Svo get ég séð fyrir alvöru hver það er sem ber ábyrgð á þessum ófögnuði, því að snubburinn er jú farinn vestur. Svo að ef ósköpin halda áfram þá get ég kennt útlendingnum um þetta fyrir alvöru og skikkað hann til að brjóta odd af karlmennskuoflæti sínu og setjast á friggin' dolluna þegar hann þarf að míga! Og hana nú!
Over and out.
Það er samt alveg æðislegt að hafa svona mikið að gera. Í vetur var þetta svo óskaplega rólegt að ég hélt að ég yrði ellidauð í vinnunni upp á hvern dag. Nú hefur þetta heldur betur tekið kipp og dagarnir fljúga hjá á dúndrandi ferð. Miklu skemmtilegra að vinna svona. Svo ég er sátt. Ég er líka farin að gera svo margt annað en bara að sinna viðskiptavinunum - hluti sem hæfa mér mikið frekar svona upp á áhugann að gera - svo að þetta er allt mikið bjartara. Við erum að fá inn nýtt fólk og enn sem komið er er ég bara þrælánægð með það. Það er ferlega skrýtið að vera í yfirmannsstöðunni, ég hef aldrei staðið í þessum sporum áður. En þetta fylgir víst því að vera bankastjóri! Ha ha ha...
Snubbur er farinn vestur til ömmu og afa til að vera þar lungann úr sumrinu er ég smeyk um. Það var ekki nokkur vinnandi vegur að hafa hann heima í sumar, við útlendingurinn verðum bæði að vinna á fullu og tökum líklega ekki frí fyrr en í ágúst. Þá hefði snubb verið kastað á leikjanámskeið og tómstundacrap eitthvað alla daga. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af þeirri hugmynd. Hann er búinn að vera í skólanum í allan vetur, í hörðu prógrammi frá 8-5 upp á hvern einasta dag og mér fannst ég bara ekki geta tekið af honum sumarfríið. Mér fannst ekkert sniðug tilhugsun að setja hann bara beint í nýtt heilsdagsprógramm. Þar fyrir utan er þessi fjári svo djöfulli dýr að það er ekki fyrir venjulegt fólk að innrita börnin sín í þetta!
Svo að vegna þess að ég á yndislegustu foreldra í alheiminum sem vildu leyfa honum að koma þá varð það úr að hann fékk bara að fara og njóta sveitasælunnar í Búðardalnum.
Ég er eins og vængbrotinn fugl hérna, finnst ég hafa misst rauða þráðinn í daglega lífinu - en hann virðist una sáttur við sitt og stórskemmtir sér í sveitinni við vopnasmíði og grillerí og leiki og gaman. Lovjú snubbur!
En jæja, nú ætla ég að halda í baðherbergisþrif, yndislegt að eiga óþunnan frídag og geta fiffað upp aðeins í kringum sig. Nú ætla ég að þrífa þvagstein af gólfinu í kringum klósettið. Svo get ég séð fyrir alvöru hver það er sem ber ábyrgð á þessum ófögnuði, því að snubburinn er jú farinn vestur. Svo að ef ósköpin halda áfram þá get ég kennt útlendingnum um þetta fyrir alvöru og skikkað hann til að brjóta odd af karlmennskuoflæti sínu og setjast á friggin' dolluna þegar hann þarf að míga! Og hana nú!
Over and out.
Halló Skralló - gott að sjá aftur lífsmark hjá þér honey...
En jæja.. í sambandi við óþunnan frídag - þá ætla ég að fara að nýta minn í eitthvað ;)
Posted by Nafnlaus | 2:14 e.h.
Ég elska óþunna frídaga en einhvernvegin vilja þeyr verða færri en maður hefði viljað ;D
Posted by Nafnlaus | 11:42 e.h.
Gott að sjá að þú ert ekki hætt að blogga mín kæra já heppinn snubburinn að vera í Búðardalnum í sumar. BTW ég tók prófið hér að neðan og ég á víst heima í Amsterdam
Posted by Nafnlaus | 4:16 e.h.