Li|iana on Ice

« Home | NEEEEEEEEEEEI!!! » | Vængbrot » | Nýársheit og fleira rugl » | Kvart og kvein! (20.12.'04) » | Að frumkvæði Kolbrúnar (5.11.'04) » | EKKI skóli á mánudaginn! (30.10.'04) » | Dschingis Khan (11.10.'04) » | Ekki hamingjusöm kona núna (2.10.'04) » | Hey hey hey! (1.10.'04) » | Alveg hreint (1.10.'04) » 

þriðjudagur, janúar 11, 2005 Ég get ekki annað en trúað því að þessir Danir séu stórklikkaðir með meiru! Þetta sem þið sjáið hérna fyrir ofan mig á sem sagt að gera mig slank og fína ef ég nenni að troða því í mig svo að segja kvölds og morgna for ever and ever and ever and ever and ever.... Ég á dálítið bágt með að kaupa það akkúrat núna, enda nýrisin upp af stólnum og held í sannleika sagt að ég eigi aldrei eftir að geta borðað annan munnbita af mat svo lengi sem ég lifi!
Jesús Pétur!
Myndin gerir réttinum ekki einu sinni nógu góð skil, þetta var MONSTER skammtur! Nú bið ég bara um styrk frá æðri máttarvöldum til að halda þessu áfram, ég var víst eitthvað að hafa um það stór orð fyrr í dag að ég ætlaði að vera orðin ferlega lekker um næstu jól og fyrst Danirnir segja að þetta virki (og Jónína líka) þá hlýtur það bara að vera satt! Núna ætla ég að fara og reyna að anda svolítið í sófanum, ég sé engan veginn fyrir mér að ég eigi eftir að hræra lið eða legg í kvöld!