Li|iana on Ice: Ekki hamingjusöm kona núna (2.10.'04)

« Home | Hey hey hey! (1.10.'04) » | Alveg hreint (1.10.'04) » | Lambi sucks! (30.9.'04) » | Fyrsta brúkið » | Bænin (21.9.'04) » | brrrr,,,, (14.9.'04) » | Föstudagur til fjár (10.9.'04) » | HRMPH! (9.9.'04) » | Stöööð! (2.9.'04) » | Allt eitt stórt samsæri (30.8.'04) » 

laugardagur, október 02, 2004 

Ekki hamingjusöm kona núna (2.10.'04)

Elsku besta Jónínan mín var nærri því að vera drepin í kvöld. Já, það liggur við að ég segi myrt, það munaði allavega ekki miklu að helvítis vanvitinn sem keyrði á hana hefði drepið hana! Garg, ég er svo reið að ég næ ekki upp í nefið á mér!

Hún lenti sem sagt í því á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að hún var að fara yfir á grænu ljósi og þessi illilega vangefni aumingi, blautur bakvið eyrun, á sínu helvítis chocko-bíl þrusast bara yfir á rauðu og beint á hana! Framhlutinn af bílnum hennar er í algjöru drasli og þessi bíll verður aldrei nokkurn tímann ökuhæfur aftur! Ég hugsa til þess með hryllingi að hefði hún verið komin einum metra framar þá hefði hann dúndrast beint inn í bílstjórahliðina og sennilega slasað hana, ef ekki drepið! Höggið var greinilega töluvert því bílarnir voru í kássu!

Það versta við þennan fjanda er að helvítis strákdraslið hafði verið stoppað fokking 10 MÍNÚTUM ÁÐUR fyrir of hraðan akstur einhvers staðar í Hafnarfirðinum! Og skýringin sem þessi fæðingarhálfviti gaf á þessu var að hann hafi verið "enn svo pirraður út af því að hafa fengið sekt"


!!!!!! !!!! !!!!!!! !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Mér finnst grínlaust að svona fávita eigi að svipta ökuréttindum fyrir lífstíð (og ekki bara þessa fáránlegu réttarfarslegu lífstíð)! Ég skammast mín fyrir að segja það, en ég er eiginlega bara fúl að asninn fékk ekki einu sinni blóðnasir í árekstrinum við loftpúðann sinn!!!

Djöfulsins helvítis andskotans djöfull í heitasta andskotans helvíti!!!