Hey hey hey! (1.10.'04)
Ég mundi allt í einu eftir svolitlu skemmtilegu sem mig langaði að deila með trúföstum lesendum mínum. Þetta er eiginlega svona "you had to be there" saga en mér er alveg sama, ég vil eiga hana skjalfesta í möskvum veraldarnetsins!
Ég var hjá Lindu systur minni um daginn, nokkuð sem ég sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, því ég er þar meira og minna á hverjum degi! En fokk ðat, það kemur málinu lítið við, nema fyrir þær sakir að þegar ég var hjá henni þá hringdi síminn. Þar sem hún var yfir sig upptekin við að raða hringlaga pappaspjöldum með númerum á í stafrófsröð (nei hún er ekki ljóska, bókstafirnir eru á bakhliðinni) þá bað hún mig að vera svo elskuleg að svara í símann.
Ég segi náttúrulega ekki nei við uppáhalds systur mína og stökk því af stað í símann. Nú ætla ég að taka það fram að hún systir mín þekkir mikið að stórfurðulegu fólki sem á það sameiginlegt að vera ekki alveg húmorgerlasneytt, svo ég ákvað að bregða á það ráð að reyna að vera fyndin!
Ekki mín besta hugmynd, get ég játað, í ljósi þess sem á eftir kom.
Ég sem sagt þreif upp tólið og svaraði: "Lúsahús Lindu góðan dag, get ég aðstoðað?"
Það kom svolítið pat á manninn í símanum en hann ákvað greinilega að láta sem ekkert væri og fór að kynna fyrir mér á mjög áhugaverðan hátt geisladisk sem hann væri að reyna að selja til styrktar fólki með alvarlega geðsjúkdóma.
Ég var við það að pissa á mig af hlátri og gat bara engan veginn komið því upp úr mér að hann væri í fyrsta lagi ekki kominn í beint samband við lúsahús Lindu og í öðru lagi væri ég alls ekki umrædd Linda.
Reyndar hefði ég sennilega ekki komist að með þær upplýsingar, því hann var svo æðislega upptekinn af því að koma út úr sér romsunni sinni og lýsa disknum, sem átti víst að höfða rosalega mikið til "mín" (aka Lindu) þar sem ég væri nú orðin 37 ára og fílaði örugglega tónlist einhvers kalls sem einu sinni spilaði einhvern tímann eitt lag á munnhörpu með Ríó Tríó....
Ég var alveg að tapa mér þarna á endanum á línunni en gat bara ekki stunið upp einu hljóði, nema einstaka snökti sem datt út úr mér, því á þessum punkti var ég farin að skæla af hlátri sem ég var þó að reyna að bæla niður!
Steininn tók úr þegar blessaður drengurinn fór að lýsa fyrir mér aukalaginu á disknum sem að ég myndi "pottþétt fíla í drasl" vegna þess að það væri búlgarskt þjóðlag með einhverjum þjóðlagasöngvaraflokki sem væri búinn að vera afar vinsæll í Búlgaríu undanfarin 20 ár!!!!! !! !
Þá missti ég mig endanlega og fór að skrækja og góla í símann, ég hló svo gerræðislega að strákhvolpurinn hefur eflaust talið að ég væri einn af skjólstæðingum þessa félags sem hann var að reyna að selja diskinn fyrir!!
Ég gat með herkjum stunið upp úr mér afsökunarbeiðni og útskýrt fyrir honum að ég væri alls ekki hrifin af One-Hit-Onder munnhörpuleikara með Ríó Tríó, ég fílaði engan veginn búlgarska þjóðlagatónlist, ég væri ekki 37 ára og ég héti sko alls ekki Linda!! Aftur á móti styddi ég málstaðinn og vonaði að honum vegnaði betur í næstu símtölum! Svo lyppaðist ég niður á gólfið við símaborðið og pissaði í buxurnar!!
Linda, þessi elska, kom þá og svaraði í símann sinn og ég get svo svarið það að hún varð útfjólublá í framan af skömm yfir þessari stórklikkuðu systur sinni þegar hún komst að því hvernig í málinu lá!
Það endaði með því að hún afþakkaði pent þetta stórkostlega tilboð og afsakaði hegðun mína margfalt og reyndi á afar háttvísan máta að útskýra það að ég væri nú ekki með allar blaðsíðurnar mínar rétt límdar inn. Strákgreyið var alveg miður sín, hann var þarna búinn að eyða einhverjum 12 mínútum í að reyna að pranga þessu ógeði upp á mig - allt til einskis! Hann heimtaði víst að fá að tala við mig aftur (sennilega til að úthúða mér) en Linda fattaði plottið og kom í veg fyrir það með snöggu: "þakka þér kærlega fyrir, hafðu það gott".
Svo held ég að hún hafi pissað svolítið í sig líka, en hún vill ekki viðurkenna það. Við lágum í hláturskasti í góða stund áður en við náðum að púsla okkur saman aftur.
Svo vogaði hún Linda sér það að segja að hún ætlaði sko aldrei aftur að leyfa mér að svara í símann heima hjá sér! Að hugsa sér!
Ég benti henni allra náðarsamlegast á það að hún ætti heldur að þakka mér, nú gæti hún sko verið viss um að það það myndi aldrei nokkurn tímann hringja í hana símasölumaður framar!
Ég var hjá Lindu systur minni um daginn, nokkuð sem ég sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, því ég er þar meira og minna á hverjum degi! En fokk ðat, það kemur málinu lítið við, nema fyrir þær sakir að þegar ég var hjá henni þá hringdi síminn. Þar sem hún var yfir sig upptekin við að raða hringlaga pappaspjöldum með númerum á í stafrófsröð (nei hún er ekki ljóska, bókstafirnir eru á bakhliðinni) þá bað hún mig að vera svo elskuleg að svara í símann.
Ég segi náttúrulega ekki nei við uppáhalds systur mína og stökk því af stað í símann. Nú ætla ég að taka það fram að hún systir mín þekkir mikið að stórfurðulegu fólki sem á það sameiginlegt að vera ekki alveg húmorgerlasneytt, svo ég ákvað að bregða á það ráð að reyna að vera fyndin!
Ekki mín besta hugmynd, get ég játað, í ljósi þess sem á eftir kom.
Ég sem sagt þreif upp tólið og svaraði: "Lúsahús Lindu góðan dag, get ég aðstoðað?"
Það kom svolítið pat á manninn í símanum en hann ákvað greinilega að láta sem ekkert væri og fór að kynna fyrir mér á mjög áhugaverðan hátt geisladisk sem hann væri að reyna að selja til styrktar fólki með alvarlega geðsjúkdóma.
Ég var við það að pissa á mig af hlátri og gat bara engan veginn komið því upp úr mér að hann væri í fyrsta lagi ekki kominn í beint samband við lúsahús Lindu og í öðru lagi væri ég alls ekki umrædd Linda.
Reyndar hefði ég sennilega ekki komist að með þær upplýsingar, því hann var svo æðislega upptekinn af því að koma út úr sér romsunni sinni og lýsa disknum, sem átti víst að höfða rosalega mikið til "mín" (aka Lindu) þar sem ég væri nú orðin 37 ára og fílaði örugglega tónlist einhvers kalls sem einu sinni spilaði einhvern tímann eitt lag á munnhörpu með Ríó Tríó....
Ég var alveg að tapa mér þarna á endanum á línunni en gat bara ekki stunið upp einu hljóði, nema einstaka snökti sem datt út úr mér, því á þessum punkti var ég farin að skæla af hlátri sem ég var þó að reyna að bæla niður!
Steininn tók úr þegar blessaður drengurinn fór að lýsa fyrir mér aukalaginu á disknum sem að ég myndi "pottþétt fíla í drasl" vegna þess að það væri búlgarskt þjóðlag með einhverjum þjóðlagasöngvaraflokki sem væri búinn að vera afar vinsæll í Búlgaríu undanfarin 20 ár!!!!! !! !
Þá missti ég mig endanlega og fór að skrækja og góla í símann, ég hló svo gerræðislega að strákhvolpurinn hefur eflaust talið að ég væri einn af skjólstæðingum þessa félags sem hann var að reyna að selja diskinn fyrir!!
Ég gat með herkjum stunið upp úr mér afsökunarbeiðni og útskýrt fyrir honum að ég væri alls ekki hrifin af One-Hit-Onder munnhörpuleikara með Ríó Tríó, ég fílaði engan veginn búlgarska þjóðlagatónlist, ég væri ekki 37 ára og ég héti sko alls ekki Linda!! Aftur á móti styddi ég málstaðinn og vonaði að honum vegnaði betur í næstu símtölum! Svo lyppaðist ég niður á gólfið við símaborðið og pissaði í buxurnar!!
Linda, þessi elska, kom þá og svaraði í símann sinn og ég get svo svarið það að hún varð útfjólublá í framan af skömm yfir þessari stórklikkuðu systur sinni þegar hún komst að því hvernig í málinu lá!
Það endaði með því að hún afþakkaði pent þetta stórkostlega tilboð og afsakaði hegðun mína margfalt og reyndi á afar háttvísan máta að útskýra það að ég væri nú ekki með allar blaðsíðurnar mínar rétt límdar inn. Strákgreyið var alveg miður sín, hann var þarna búinn að eyða einhverjum 12 mínútum í að reyna að pranga þessu ógeði upp á mig - allt til einskis! Hann heimtaði víst að fá að tala við mig aftur (sennilega til að úthúða mér) en Linda fattaði plottið og kom í veg fyrir það með snöggu: "þakka þér kærlega fyrir, hafðu það gott".
Svo held ég að hún hafi pissað svolítið í sig líka, en hún vill ekki viðurkenna það. Við lágum í hláturskasti í góða stund áður en við náðum að púsla okkur saman aftur.
Svo vogaði hún Linda sér það að segja að hún ætlaði sko aldrei aftur að leyfa mér að svara í símann heima hjá sér! Að hugsa sér!
Ég benti henni allra náðarsamlegast á það að hún ætti heldur að þakka mér, nú gæti hún sko verið viss um að það það myndi aldrei nokkurn tímann hringja í hana símasölumaður framar!