Li|iana on Ice: Alveg hreint (1.10.'04)

« Home | Lambi sucks! (30.9.'04) » | Fyrsta brúkið » | Bænin (21.9.'04) » | brrrr,,,, (14.9.'04) » | Föstudagur til fjár (10.9.'04) » | HRMPH! (9.9.'04) » | Stöööð! (2.9.'04) » | Allt eitt stórt samsæri (30.8.'04) » | Sunnudagur (29.8.'04) » | Skólalíf (26.8.'04) » 

föstudagur, október 01, 2004 

Alveg hreint (1.10.'04)

Þetta er mín örvæntingarfulla tilraun til að finna eitthvað að gera við tölvuborðið svo ég þurfi nú örugglega ekki að standa upp! Reyndar sé ég fram á að ég þurfi að losa rassinn frá stólnum bráðum og hella upp á meira kaffi. En það er seinni tíma vandamál sem ég ætla ekki að takast á við fyrr en það sýnir sig.
Það er frí í skólanum í dag, allt í gúddí barasta með það, nema hvað það er rigning frá helvíti svo ég get ekki notað frídaginn í þessa helvítis útivist sem dagurinn er víst kallaður eftir (útivistardagurinn fyrir þá sem eru með lifrarkæfu í heila stað). Ég var alveg hreint búin að ákveða það að ég ætlaði í notalega göngutúra og stússast alveg fullt, en þess í stað þá gusast niður skýjapiss svo að maður verður bara latur og lásí! EKKI FAIR!
Þvottavélin er í gangi með 7. umferðina sína af þvottinum sem ég setti í hana á mánudaginn! Ég er með öðrum orðum ekki að standa mig neitt æðislega vel í húsmóðurstörfunum enda sé ég enga æðislega ástæðu til þess. Við erum hérna ein í kotinu, ég og karlinn og í rauninni þá er ég meira og minna ein vegna þess að hann er að "hjálpa" til við að koma upp baðherbergisskrípi heima hjá systur minni elskulegu. Hver er þá tilgangurinn?

Skrambans, nú er kaffið endanlega búið úr bollanum mínum og ég þarf að gera meira ef ég ætla að geta haft það notalegt!

Góðar stundir