Nýársheit og fleira rugl
Á ég að reyna að uppfylla nýársheitin mín? Þar er efinn sko.
Ég er hrædd um að ég hafi skotið mig dálítið í fótinn í heitstrengingum þetta árið, svo ég er nokkuð viss um að ég á eftir að renna á rassinn með eitthvað af því. En hið góða við að strengja allt of mörg áramótaheit er það að þá á maður e.t.v. séns í að standa við eitthvað af þeim og líða ekki eins og lúser, gagnstætt því sem gerist þegar maður strengir bara eitt og svíkur það með glans! Svo að eitt áramótaheitið enn er að ég ætla ekki að vera tótal lúser á þessu ári. -Svona öfugt við undanfarin ár. Nei, ekki fá neitt oföndunarkast núna yfir þessarri yfirlýsingu minni, ég er ekki að tala um að ég ætli að fara að kaupa mér Diesel gallabuxur og Henson galla til að vera ekki lúser, nei, ég ætla sko ekki að fara að svíkja lit á svo öfuguggalegan hátt! Ég á við að ég ætla að reyna að standa við þó ekki sé nema eitt heitið mitt. Ég mun halda áfram að vera nörd, vinum mínum til mikillar gleði og ánægju. Hvað væri The Lil án smá púkóháttar!?
Sérstakasta áramótaheitið mitt var að ég hét því að hætta ekki að reykja alveg strax! Já þér þykir þetta kannski furðulegt en ég vildi bara ekki vera eins og allir hinir. Ég ætla sko alveg að hætta að reykja, en það verður ekki strax.
Kallinn strengdi þess heit að fyrir lok þessa árs þá ætlar hann að líta út fyrir að vera minna óléttur en ég! Gangi honum vel!
Veit ekki til þess að kettirnir hafi nokkru lofað, nema ef til vill því að vera áfram taugahrúgur og froðufellandi hræðslupúkar. Man, leiðinlegar lufsur! Jú, Dúska lofaði því að verða sköllótt fyrir lok janúar. Hún veit ekki af því en hún er samt búin að lofa því. Ég mun sjá ykkur fyrir myndum af herlegheitunum þegar þau eru afstaðin - og ég mun líka skella inn myndum af mér útklóraðri og hálfuppétinni eftir aðfarirnar. Brúska lofaði því hins vegar að skipta um nafn, hún mun hér eftir heita Skræfa.
Það eina sem ég lofa í sambandi við skólann er að ég ætla að standast öll fögin mín. Já, þar hafið þið það, ég ætla ekki að setja mér það takmark að brillera eina ferðina enn, ég er orðin þreytt á þessari leiðindaathygli. Þessa önnina ætla ég bara að hafa það næs og vera ekki í þessum eilífa rembingi, mig langar til að halda geðheilsu og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.
Hey, já og svo lofa ég því að blogga meira og vera skemmtilegri í pistlunum mínum! -Það ætti að gleðja ykkur! Ég er samt ekki viss um að það gangi alveg upp miðað við annað heit; að hanga minna í tölvunni... En við mössum það einhvern veginn til, ikkilægi?!??
Já og áramótin gengu ágætlega, maður þrusaði í sig ótæpilega af freyðivíni og bjór eins og vera ber, en ég gerði enga stóra skandala, pissaði ekki í neina blómapotta eða ældi í ryksugur. Nei, ég lét aðra um að skandalisera þessi áramótin.
Mér lukkaðist hins vegar að ná mér í eitthvað sem nú á þriðja degi eftir áramót ég get aðeins talið vera krónískar harðsperrur og mér tókst einnig að labba heim á pinnahælum í fljúgandi hálku og ekki fótbrjóta mig. Ég fixaði harðsperrurnar þannig, nota bene... Ég hélt líka að mig hefði kalið á fingrum og tám en það virðist hafa sloppið, að minnsta kosti eru puttarnir nógu sprækir til að pikka þetta núna. Og með þeim orðum þá ætla ég að segja þessu lokið og fara að þvo þvott í massavís og taka til í skóladraslinu mínu, það er víst ekki seinna vænna.
Hafið það sem best, þið ykkar sem mér er ekki sama um.
Ég er hrædd um að ég hafi skotið mig dálítið í fótinn í heitstrengingum þetta árið, svo ég er nokkuð viss um að ég á eftir að renna á rassinn með eitthvað af því. En hið góða við að strengja allt of mörg áramótaheit er það að þá á maður e.t.v. séns í að standa við eitthvað af þeim og líða ekki eins og lúser, gagnstætt því sem gerist þegar maður strengir bara eitt og svíkur það með glans! Svo að eitt áramótaheitið enn er að ég ætla ekki að vera tótal lúser á þessu ári. -Svona öfugt við undanfarin ár. Nei, ekki fá neitt oföndunarkast núna yfir þessarri yfirlýsingu minni, ég er ekki að tala um að ég ætli að fara að kaupa mér Diesel gallabuxur og Henson galla til að vera ekki lúser, nei, ég ætla sko ekki að fara að svíkja lit á svo öfuguggalegan hátt! Ég á við að ég ætla að reyna að standa við þó ekki sé nema eitt heitið mitt. Ég mun halda áfram að vera nörd, vinum mínum til mikillar gleði og ánægju. Hvað væri The Lil án smá púkóháttar!?
Sérstakasta áramótaheitið mitt var að ég hét því að hætta ekki að reykja alveg strax! Já þér þykir þetta kannski furðulegt en ég vildi bara ekki vera eins og allir hinir. Ég ætla sko alveg að hætta að reykja, en það verður ekki strax.
Kallinn strengdi þess heit að fyrir lok þessa árs þá ætlar hann að líta út fyrir að vera minna óléttur en ég! Gangi honum vel!
Veit ekki til þess að kettirnir hafi nokkru lofað, nema ef til vill því að vera áfram taugahrúgur og froðufellandi hræðslupúkar. Man, leiðinlegar lufsur! Jú, Dúska lofaði því að verða sköllótt fyrir lok janúar. Hún veit ekki af því en hún er samt búin að lofa því. Ég mun sjá ykkur fyrir myndum af herlegheitunum þegar þau eru afstaðin - og ég mun líka skella inn myndum af mér útklóraðri og hálfuppétinni eftir aðfarirnar. Brúska lofaði því hins vegar að skipta um nafn, hún mun hér eftir heita Skræfa.
Það eina sem ég lofa í sambandi við skólann er að ég ætla að standast öll fögin mín. Já, þar hafið þið það, ég ætla ekki að setja mér það takmark að brillera eina ferðina enn, ég er orðin þreytt á þessari leiðindaathygli. Þessa önnina ætla ég bara að hafa það næs og vera ekki í þessum eilífa rembingi, mig langar til að halda geðheilsu og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.
Hey, já og svo lofa ég því að blogga meira og vera skemmtilegri í pistlunum mínum! -Það ætti að gleðja ykkur! Ég er samt ekki viss um að það gangi alveg upp miðað við annað heit; að hanga minna í tölvunni... En við mössum það einhvern veginn til, ikkilægi?!??
Já og áramótin gengu ágætlega, maður þrusaði í sig ótæpilega af freyðivíni og bjór eins og vera ber, en ég gerði enga stóra skandala, pissaði ekki í neina blómapotta eða ældi í ryksugur. Nei, ég lét aðra um að skandalisera þessi áramótin.
Mér lukkaðist hins vegar að ná mér í eitthvað sem nú á þriðja degi eftir áramót ég get aðeins talið vera krónískar harðsperrur og mér tókst einnig að labba heim á pinnahælum í fljúgandi hálku og ekki fótbrjóta mig. Ég fixaði harðsperrurnar þannig, nota bene... Ég hélt líka að mig hefði kalið á fingrum og tám en það virðist hafa sloppið, að minnsta kosti eru puttarnir nógu sprækir til að pikka þetta núna. Og með þeim orðum þá ætla ég að segja þessu lokið og fara að þvo þvott í massavís og taka til í skóladraslinu mínu, það er víst ekki seinna vænna.
Hafið það sem best, þið ykkar sem mér er ekki sama um.